Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs hafa verið kynntar. Dýrið og Volaða land eru báðar tilnefndar, sú fyrrnefnda fyrir hönd Íslands en sú síðarnefnda fyrir hönd Danmerkur.
Eftirtaldar myndir eru tilnefndar:
Danmörk:
Volaða land / Godland
Leikstjóri og handritshöfundur: Hlynur Pálmason
Framleiðendur: Eva Jakobsen, Katrin Pors, Mikkel Jersin (Profile Pictures) og Anton Máni Svansson (Join Motion Pictures).
Í umsögn landsdómnefndar segir:
“At a time when many nations have to examine their past with a magnifying glass, director Hlynur Pálmason’s new film is both a grandiose and intimate human reflection on Denmark’s missionary past in Iceland. A Danish priest travels through the rugged Icelandic landscape armed with good intentions, but soon succumbs to his own physical and mental weaknesses, and the Danish-educated Icelandic director depicts his journey with a unique mix of Carl Th. Dreyer’s calm, liberatingly twisted sense of humour, and a nuanced gaze at the dark side of religion and the difficult encounter between the two cultures. The film is based on the first photographs found in Iceland, and unlike the priest, Pálmason does succeed in his difficult mission: To make the past come alive for us with an unpredictable story and beautiful images, the encapsulation in 4:3 format makes the landscapes stand out in a new light. Pálmason brings together the themes of masculinity and his incredible aesthetic sense from the previous films in his career’s largest and most thought-provoking work to date.”
Finnland:
The Blind Man Who Did Not Want to See Titanic
Leikstjóri og handritshöfundur: Teemu Nikki
Framleiðandi: Jani Pösö (It’s Alive Films).
Ísland:
Dýrið / Lamb
Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson
Handritshöfundar: Valdimar Jóhannsson og Sjón
Framleiðendur: Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim (Go to Sheep).
Í umsögn landsdómnefndar segir:
“In a unique and darkly menacing fashion, LAMB combines Iceland‘s tradition of pastoral cinema and the literary heritage of the folk tale. Working within these parameters, the director adds a rich layer of religious symbolism and aspects of the kammerspiel to create a unique tale of wonder, loss and horror. As certain aspects of the narrative unfold, the film presents a world where human definitions and desires are exposed as suspect and ordinary life appears alien. The animals’ sensitivity to the slightest disturbance in their surroundings is effectively used to create a sense of underlying threat, magnificently underscored by a constantly attentive yet unobtrusive camera and an eery soundscape. The film is both a disturbing and original cinematic experience in its take on human interaction with nature and its consequences.”
Noregur:
Versta manneskja í heimi / The Worst Person in the World
Leikstjóri: Joachim Trier
Handritshöfundar: Eskil Vogt og Joachim Trier
Framleiðendur: Thomas Robsahm og Andrea Berentsen Ottmar (Oslo Pictures).
Svíþjóð:
Clara Sola
Leiksstjóri: Nathalie Álvarez Mesén
Handritshöfundur: Maria Camila Arias og Nathalie Álvarez Mesén
Framleiðandi: Nima Yousefi (HOBAB).
Um verðlaunin
Verðlaunin eru afhent listrænt mikilvægum, norrænt framleiddum kvikmyndum í fullri lengd sem gefnar hafa verið út í kvikmyndahúsum. Verðlaunaféð er að upphæð 300 þúsund danskar krónur (41 þúsund evrur), en því er skipt bróðurlega á milli leikstjóra verðlaunakvikmyndarinnar, handritshöfunda og framleiðanda, vegna náins samstarfs þessara þriggja aðalframlagsaðila verksins.
Landsdómnefnd í norrænu löndunum fimm hafa tilnefnt eina kvikmynd í hverju landi. Til að teljast gjaldgeng, verður kvikmyndin að hafa verið frumsýnd á milli 1.júlí 2021 og 30.júní 2022 og uppfylla skilyrði sem nefnd voru hér að ofan.
Sigurkvikmynd Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 verður tilkynnt þriðjudaginn 1.nóvember 2022, á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki ásamt hinum norrænu verðlaunum ráðsins fyrir bókmenntir, barna- og unglingabókmenntir, tónlist og náttúru og umhverfi.
Tilnefndar myndir sýndar í Bíó Paradís
Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndu kvikmyndirnar og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu 26. – 30. október næstkomandi, sjá nánar hér.