Volaða land Hlyns Pálmasonar fær alls 10 tilnefningar til Robert verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir, þar á meðal fyrir mynd ársins, leikstjóra, handrit og aðalhlutverk. Hreiður eftir sama leikstjóra er einnig tilnefnd sem stuttmynd ársins. Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson fær sömuleiðis tilnefningu í flokknum mynd ársins á tungumáli öðru en ensku.
Íslenskar kvikmyndir og þáttaraðir unnu til 45 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2022. Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut flest þeirra, 16 talsins. Volaða land Hlyns Pálmasonar (dönsk/íslensk framleiðsla) hlaut 9 verðlaun.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut Baltic Film Prize verðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmyndina á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi, sem haldin var í 64. skipti þann 2.-6. nóvember.
Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut Golden Hugo, aðalverðlaun Chicago hátíðarinnar, í gær. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu myndatöku Mariu von Hausswolff. Þá hlaut teiknimyndin My Year of Dicks eftir Söru Gunnarsdóttur Silver Hugo í flokki teiknimynda.
Í tengslum við Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn fyrir sýningum á tilnefndum myndum í Bíó Paradís dagana 26.–30. október.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið seld til Bretlands. Myndin hefur sópað til sín verðlaunum á undanförnum mánuðum og hefur verið seld til Bandaríkjanna, Ungverjalands, Niðurlanda, þýskumælandi landa og mið- og austur Evrópulanda.
Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs hafa verið kynntar. Dýrið og Volaða land eru báðar tilnefndar, sú fyrrnefnda fyrir hönd Íslands en sú síðarnefnda fyrir hönd Danmerkur.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar og Volaða land Hlyns Pálmasonar eru báðar í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2022. Verðlaunahátíðin fer fram í Reykjavík 10. desember.
Volaða land Hlyns Pálmasonar er sýnd þessa dagana á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Ásgeir H. Ingólfsson er á hátíðinni og skrifar um myndina á vef sinn Menningarsmygl.
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Cannes hátíðinni þessa dagana að Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur verið að fá afar góðar viðtökur gagnrýnenda, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Marc van de Klashorst gagnrýnandi ICS (International Cinephile Society) dregur hvergi af sér í fimm stjörnu dómi um Volaða land Hlyns Pálmasonar á Cannes hátíðinni.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason var heimsfrumsýnd við mikinn fögnuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes 24. maí og fengu aðstandendur hennar standandi lófaklapp að lokinni frumsýningunni.
Fyrsta umsögn um Volaða land Hlyns Pálmasonar er komin fram. Fabien Lemercier, gagnrýnandi Cineuropa, segir myndina í hæsta gæðaflokki og aðeins sé spurning hvenær Hlynur taki þátt í aðalkeppninni.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin til þátttöku í keppnisflokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Síðasta mynd Hlyns, Hvítur, hvítur dagur var einnig valin á Cannes hátíðina.
Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.