spot_img

BERDREYMI seld til Bretlands, BAND seld af Alief á heimsvísu

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið seld til Bretlands. Myndin hefur sópað til sín verðlaunum á undanförnum mánuðum og hefur verið seld til Bandaríkjanna, Ungverjalands, Niðurlanda, þýskumælandi landa og mið- og austur Evrópulanda.

New Europe Film Sales fer með sölu myndarinnar á heimsvísu, sem og Volaða lands Hlyns Pálmasonar og Dýrsins eftir Valdimar Jóhannsson. Báðar síðarnefndu voru sýndar nýlega á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi vegna tilnefninga til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Á sömu hátíð var einnig skrifað undir samninga við sölufyrirtækið Alief vegna heimildamyndarinnar Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR