spot_img
HeimEfnisorðHjartasteinn

Hjartasteinn

33 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2019

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

“Hjartasteinn” vinnur EUFA verðlaunin 

Tilkynnt var í dag að Hjartasteinn, hin margverðlaunaða kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, myndi hljóta EUFA verðlaunin, European University Film Award. Myndin hefur unnið til sex verðlauna á undanförnum vikum, en þessi sjöundu eru jafnframt 45. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Engin íslensk bíómynd hefur hlotið jafn mörg verðlaun.

The Guardian um “Hjartastein”: Eldheitt unglingadrama

Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd í breskum kvikmyndahúsum og segir hana meðal annars eldheita ástarsögu með sterkum leik.

Aðsókn | 30 þúsund á “Undir trénu” eftir fjórðu helgi

Rúmlega 30 þúsund gestir hafa nú sé Undir trénu eftir fjórðu sýningarhelgi. Myndin er áfram í öðru sæti aðsóknarlistans. Vetrarbræður fer mjög rólega af stað en hún var frumsýnd á RIFF um helgina.

Aðsókn | 26 þúsund á “Undir trénu” eftir þriðju helgi

Undir trénu heldur áfram að gera það gott í kvikmyndahúsum en nú hafa 26 þúsund manns séð myndina eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin er í öðru sæti aðsóknarlistans.

Aðsókn | 18 þúsund á “Undir trénu” eftir aðra helgi

Undir trénu nýtur áfram góðrar aðsóknar en nú hafa um 18 þúsund manns séð myndina eftir aðra sýningarhelgi. Myndin fer úr öðru sæti í það fyrsta.

“Hjartasteinn”, “Tom of Finland” og “La Chana” í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Hjartasteinn (íslensk/dönsk samframleiðsla), Tom of Finland (meðframleidd af Ingvari Þórðarsyni) og heimildamyndin La Chana (spænsk/íslensk samframleiðsla) eru meðal þeirra 66 kvikmynda sem taka þátt í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tilkynnt verður um tilnefningar þann 4. nóvember en verðlaunin verða veitt í Berlín þann 9. desember.

“Hjartasteinn” á stuttlista Lux-verðlauna Evrópuþingsins

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar er meðal tíu mynda sem eru á stuttlista Lux-verðlauna Evrópuþingsins. Tilkynnt verður um þær þrjár myndir sem ferðast um Evrópu í lok júlí.

“Hjartasteinn” unnið til 37 alþjóðlegra verðlauna

Mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Hjartasteinn, heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Myndin vann á dögunum til verðlauna á Cinema in Sneakers Festival sem fór fram í Varsjá dagana 31. maí - 11. júní. Eins hlutu Baldur Einarsson og Blær Hikriksson verðlaun fyrir leik sinn á Art Film Fest Košice  sem fór fram í Slóvaíku dagana 16. -24. júní.

Skynheild ímyndarinnar

Björn Þór Vilhjálmsson lektor í kvikmyndafræði skrifar áhugaverða grein í Hugrás um íslenskt listabíó og Hjartastein sérstaklega.

Spænsk og ítölsk verðlaun til “Hjartasteins”

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var valin besta myndin á tveimur hátíðum um síðustu helgi, annarsvegar Festival MIX Milano á Ítalíu og hinsvegar Fire!! Mostra Internacional de Cinema Gai i Lesbià de Barcelona á Spáni. Blær Hinriksson, annar aðalleikaranna, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í Mílanó.

“Hjartasteinn” valin besta evrópska frumraunin í Tékklandi

Hjartasteinn Guðmunar Arnars Guðmundssonar var í gærkvöldi valin besta evrópska frumraunin á kvikmyndahátíðinni í Zlin í Tékklandi. Baldur Einarsson, annar aðalleikara myndarinnar, veitti verðlaunum viðtöku, en þetta eru 31. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

“Hjartasteinn” komin með 30 alþjóðleg verðlaun

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var  valin besta leikna myndin á Crossing Europe kvikmyndahátíðinni í Linz í Austurríki sem lauk um síðustu helgi. Í fyrrihluta apríl hlaut myndin samskonar verðlaun á Wicked Queer: The Boston LGBT Film Festival í Bandaríkjunum. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 30 talsins.

Aðsókn | “Snjór og Salóme” og “Hjartasteinn” á hægri siglingu

Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson er á rólegri siglingu eftir aðra sýningarhelgi. Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur nú fengið 21.322 gesti eftir fjórtándu sýningarhelgi.

Aðsókn | “Snjór og Salóme” opnar í 15. sæti, “Hjartasteinn” að klárast

Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson opnar í 15. sæti aðsóknarlistans. Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur nú fengið 21.243 gesti eftir þrettándu sýningarhelgi.

“Hjartasteinn” vinnur í Tékklandi

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar bætti enn einum verðlaunum í hnappagatið um helgina þegar myndin vann aðalverðlaun Febiofest hátíðarinnar í Prag í Tékklandi. Leikstjórinn veitti verðlaununum viðtöku.

“Hjartasteinn” verðlaunuð í Svíþjóð og Mexíkó

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til tvennra alþjóðlegra verðlauna um síðustu helgi, í Svíþjóð og Mexíkó. Aðalleikarar myndarinnar, Baldur Einarsson og Blær Hinriksson, voru viðstaddir sitthvora hátíðina og veittu verðlaununum viðtöku.

“Hjartasteinn” vinnur tvenn verðlaun í Belgrad

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til tveggja verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Belgrad í Serbíu, sem lauk í gær. Myndin hlaut bæði dómnefndarverðlaun hátíðarinnar og verðlaun fyrir bestu fyrstu mynd leikstjóra.

“Hjartasteinn” valin bíómynd ársins á Eddunni, fékk alls níu verðlaun

Kvik­mynd­in Hjarta­steinn í leik­stjórn Guðmund­ar Arn­ars Guðmunds­son­ar var ótví­ræður sig­ur­veg­ari Edd­unn­ar 2017 þegar verðlaun­in voru af­hent við hátíðlega at­höfn á Hót­el Hilt­on Reykja­vík Nordica fyrr í kvöld og sjón­varpað beint, í op­inni dag­skrá á RÚV.

Krummaskuðið Ísland

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar hugleiðingu um inntak og sýn nokkurra nýlegra íslenskra kvikmynda á samfélag sitt. Hann notar kvikmyndirnar Hjartastein og American Honey sem einskonar stökkpall og segir þær "tvær splunkunýjar myndir um unglingsástir og greddu í íslensku krummaskuði og bandarískum smábæjum og vegamótelum. Þær segja okkur heilmikið um þá kvöl og gleði sem fylgir því að vera ungur – en bara önnur þeirra segir okkur eitthvað að ráði um samfélagið sem hún sprettur úr."

“Hjartasteinn” fær tvenn Scope100 dreifingarverðlaun og tvenn verðlaun í Frakklandi

Hjarta­steinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut á dögunum Scope100 dreifingarverðlaunin í Portúgal og Svíþjóð sem tryggir myndinni dreifingu í báðum löndum. Myndin hlaut svo um helgina dómnefndarverðlaun ungmenna og sérstök verðlaun dómnefndar á Festival International du Premier Film d'Annonay í Frakklandi.

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

Gautaborg verðlaunar framleiðendur “Hjartasteins”

Framleiðendur Hjartasteins, Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson, fengu Lorens framleiðendaverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag.

“Hjartasteinn” fær þrenn verðlaun í Frakklandi

Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í Angers í Frakklandi sl. sunnudag, en hátíðin var haldin í 28. sinn. Myndin hlaut aðalverðlaunin, áhorfendaverðlaunin og verðlaun ungu dómnefndarinnar.

Morgunblaðið um “Hjartastein”: Ber er hver að baki

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Morgunblaðið og segir hana einhverja sterkustu íslensku kvikmynd síðustu ára og algjörlega á pari með því betra sem er að gerast í evrópskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Hún gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu af fimm.

“Hjartasteinn” verðlaunuð í Tromsö

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hlaut Don Kíkóta verðlaunin sem FICC (International Federation of Film Societies) samtökin veittu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsø í Noregi sem lauk 22. janúar. Guðmundur Arnar var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.

Lestin á RÚV um “Hjartastein”: Saga sögð af miklu næmi

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana allt í senn einlæga, næma og opinskáa.

Fréttablaðið um “Hjartastein”: Lágstemmd og heillandi þroskasaga

Tómas Valgeirsson skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Fréttablaðið og segir meðal annars: "Styrkur hennar liggur í trúverðugu handriti, flottri kvikmyndatöku og öflugum leikurum. Það er eiginlega hálfgert kraftaverk hvað unga fólkið er traust og að heildarmyndin skuli vera svona tilgerðarlaus, áreynslulaus, manneskjuleg og heillandi." Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Sýningar hefjast á “Hjartasteini” í dag

Almennar sýningar hefjast í dag á Hjartasteini eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Sagan gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

“Hjartasteinn” og “Fangar” í keppni í Gautaborg

Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar. Gautaborgarhátíðin er nú haldin í 40. sinn og er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Verkin eru sex talsins; kvikmyndirnar Hjartasteinn, Rökkur og Sundáhrifin, sjónvarpsþáttaröðin Fangar og stuttmyndirnar Ungar og Ljósöld

Aðalleikarar “Hjartasteins” verðlaunaðir í Marokkó

Baldur Einarsson og Blær Hinriksson, sem fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini Guðmundar Arnars Guðmundssonar, voru valdir bestu leikararnir á kvikmyndahátíðinni í Marrakech í Marokkó sem lauk um helgina.

Guðmundur Arnar ræðir við Variety um “Hjartastein”

Variety ræðir við Guðmund Arnar Guðmundsson leikstjóra og handritshöfund Hjartasteins, sem blaðið kallar ferska sýn á þroskasögubálkinn (coming-of-age). Variety lýsir því jafnframt yfir að með Guðmundi hafi nýr fulltrúi bæst í hóp næstu kynslóðar íslenskra kvikmyndagerðarmanna.

“Hjartasteinn” verðlaunuð í Grikklandi og á Spáni

Hjartasteinn Guðmundar Arnars hlaut silfurverðlaun (Silver Alexander) alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku í Grikklandi, sem lauk um helgina Einnig vann hún til Ocaña frelsisverðlauna evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Sevilla á Spáni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR