Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Tilkynnt var í dag að Hjartasteinn, hin margverðlaunaða kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, myndi hljóta EUFA verðlaunin, European University Film Award. Myndin hefur unnið til sex verðlauna á undanförnum vikum, en þessi sjöundu eru jafnframt 45. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Engin íslensk bíómynd hefur hlotið jafn mörg verðlaun.
Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd í breskum kvikmyndahúsum og segir hana meðal annars eldheita ástarsögu með sterkum leik.
Rúmlega 30 þúsund gestir hafa nú sé Undir trénu eftir fjórðu sýningarhelgi. Myndin er áfram í öðru sæti aðsóknarlistans. Vetrarbræður fer mjög rólega af stað en hún var frumsýnd á RIFF um helgina.
Undir trénu heldur áfram að gera það gott í kvikmyndahúsum en nú hafa 26 þúsund manns séð myndina eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin er í öðru sæti aðsóknarlistans.
Hjartasteinn (íslensk/dönsk samframleiðsla), Tom of Finland (meðframleidd af Ingvari Þórðarsyni) og heimildamyndin La Chana (spænsk/íslensk samframleiðsla) eru meðal þeirra 66 kvikmynda sem taka þátt í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tilkynnt verður um tilnefningar þann 4. nóvember en verðlaunin verða veitt í Berlín þann 9. desember.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar er meðal tíu mynda sem eru á stuttlista Lux-verðlauna Evrópuþingsins. Tilkynnt verður um þær þrjár myndir sem ferðast um Evrópu í lok júlí.
Mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Hjartasteinn, heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Myndin vann á dögunum til verðlauna á Cinema in Sneakers Festival sem fór fram í Varsjá dagana 31. maí - 11. júní. Eins hlutu Baldur Einarsson og Blær Hikriksson verðlaun fyrir leik sinn á Art Film Fest Košice sem fór fram í Slóvaíku dagana 16. -24. júní.
HjartasteinnGuðmundar Arnars Guðmundssonar og Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach voru báðar verðlaunaðar á Transilvania International Film Festival sem fór fram í Cluj-Napoca í Rúmeníu um helgina.
Hjartasteinn Guðmunar Arnars Guðmundssonar var í gærkvöldi valin besta evrópska frumraunin á kvikmyndahátíðinni í Zlin í Tékklandi. Baldur Einarsson, annar aðalleikara myndarinnar, veitti verðlaunum viðtöku, en þetta eru 31. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var valin besta leikna myndin á Crossing Europe kvikmyndahátíðinni í Linz í Austurríki sem lauk um síðustu helgi. Í fyrrihluta apríl hlaut myndin samskonar verðlaun á Wicked Queer: The Boston LGBT Film Festival í Bandaríkjunum. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 30 talsins.