Heim Aðsóknartölur Aðsókn | "Hjartasteinn" fer vel af stað

Aðsókn | „Hjartasteinn“ fer vel af stað

-

Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini. (Mynd: Ingibjörg Torfadóttir)

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var frumsýnd á föstudag og fékk góða aðsókn um helgina.

Alls sáu 3,385 gestir myndina um helgina, en með forsýningu hafa 4,305 séð hana.  Þetta er ívið meiri helgaraðsókn en á opnunarhelgi Hrúta í maí 2015.  Ekki er því ólíklegt að Hjartasteinn endi með vel á þriðja tug þúsunda gesta í bíó, ef miðað er við svipaðar opnunarhelgar íslenskra mynda (þó ekkert sé gefið í þeim efnum).

Tölur fyrir A Reykjavík Porno, sem einnig var frumsýnd um helgina, liggja ekki fyrir að þessu sinni.

Grimmd og Eiðurinn eru nú sýndar í Bíó Paradís. Heildaraðsókn á þá fyrrnefndu nemur nú 19,618 gestum eftir 13 vikur í sýningum, en á þá síðarnefndu 47,022 gestum eftir 19 vikur.

Aðsókn á íslenskar myndir 9.-15. janúar 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Hjartasteinn3,385 (helgin)4,305-
19Eiðurinn-47,022-
13Grimmd-19,618-
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.