Aðsókn | “Hjartasteinn” fer vel af stað

Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini. (Mynd: Ingibjörg Torfadóttir)

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var frumsýnd á föstudag og fékk góða aðsókn um helgina.

Alls sáu 3,385 gestir myndina um helgina, en með forsýningu hafa 4,305 séð hana.  Þetta er ívið meiri helgaraðsókn en á opnunarhelgi Hrúta í maí 2015.  Ekki er því ólíklegt að Hjartasteinn endi með vel á þriðja tug þúsunda gesta í bíó, ef miðað er við svipaðar opnunarhelgar íslenskra mynda (þó ekkert sé gefið í þeim efnum).

Tölur fyrir A Reykjavík Porno, sem einnig var frumsýnd um helgina, liggja ekki fyrir að þessu sinni.

Grimmd og Eiðurinn eru nú sýndar í Bíó Paradís. Heildaraðsókn á þá fyrrnefndu nemur nú 19,618 gestum eftir 13 vikur í sýningum, en á þá síðarnefndu 47,022 gestum eftir 19 vikur.

Aðsókn á íslenskar myndir 9.-15. janúar 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Hjartasteinn3,385 (helgin)4,305-
19Eiðurinn-47,022-
13Grimmd-19,618-
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR