HeimEfnisorðEiðurinn

Eiðurinn

„Eiðurinn“ sýnd í bandarískum bíóum

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák var frumsýnd í 25 kvikmyndahúsum vítt og breitt um Bandaríkin s.l. föstudag 8. september. Dreifingaraðili er Gunpowder & Sky, en óhætt er að segja að þetta sé óvenju víðtæk bíódreifing þar í landi á íslenskri kvikmynd.

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

Aðsókn | Kippur í aðsókn á „Eiðinn“

Eiðurinn Baltasars Kormáks tekur kipp milli vikna og hefur nú fengið yfir 43 þúsund gesti eftir 13 vikur. Grimmd Antons Sigurðssonar hangir rétt undir tuttugu þúsund gestum eftir sjöundu sýningarhelgi.

Aðsókn | „Grimmd“ nálgast tuttugu þúsund gesti

Grimmd Antons Sigurðssonar nálgast tuttugu þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi og Eiðurinn Baltasars Kormáks hefur nú fengið yfir 41 þúsund gesti eftir 12 vikur.

Aðsókn | „Grimmd“ nálgast 18 þúsund gesti, „Eiðurinn“ yfir 40 þúsund

Grimmd Antons Sigurðssonar er í tíunda sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir fjórðu sýningarhelgi og hefur fengið tæplega fimmtán þúsund gesti. Eiðurinn Baltasars Kormáks nálgast 40 þúsund gesti eftir tíu vikur í sýningu. Tvær nýjar heimildamyndir, Aumingja Ísland og Svarta gengið voru frumsýndar um helgina.

Aðsókn | „Grimmd“ nálgast 15 þúsund gesti, „Eiðurinn“ með tæplega 40 þúsund

Grimmd Antons Sigurðssonar er í tíunda sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir fjórðu sýningarhelgi og hefur fengið tæplega fimmtán þúsund gesti. Eiðurinn Baltasars Kormáks nálgast 40 þúsund gesti eftir tíu vikur í sýningu. Tvær nýjar heimildamyndir, Aumingja Ísland og Svarta gengið voru frumsýndar um helgina.

Aðsókn | Yfir tólf þúsund gestir á „Grimmd“

Grimmd Antons Sigurðssonar situr nú í fimmta sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir þriðju sýningarhelgi og hefur fengið yfir tólf þúsund gesti.

Aðsókn | „Grimmd“ opnar í þriðja sæti

Grimmd Antons Sigurðssonar var frumsýnd 21. október og fékk alls 3,879 gesti að forsýningum meðtöldum. Myndin er í þriðja sæti aðsóknarlsita FRÍSK eftir opnunarhelgina.

Aðsókn | „Eiðurinn“ nálgast þrjátíu þúsund gesti

Eiðurinn Baltasars Kormáks er í öðru sæti aðsóknarlistans og nálgast nú þriðja tugþúsundið í gestafjölda eftir þriðju sýningarhelgi.

Variety um „Eiðinn“: Söluvænlegt spennudrama

Dennis Harvey skrifar í Variety um Eiðinn Baltasars Kormáks sem nú er sýnd á Toronto hátíðinni. Harvey segir þetta vera söluvænlegt spennudrama sem unnið sé af öryggi og henti vel til endurgerðar.

Screen um „Eiðinn“: Blanda hörkutólamyndar og heimilisdrama

Wendy Ide skrifar í Screen International um Eiðinn Baltasars Kormáks frá Toronto hátíðinni. Hún segir myndina einskonar blöndu af hörkutólamynd í anda Liam Neeson mynda og innilegs heimilisdrama, en tónninn sé ójafn.

Fréttablaðið um „Eiðinn“: Sálfræðitryllir og hefndarsaga í fínum umbúðum

Tómas Valgeirsson skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í Fréttablaðið og gefur myndinni þrjár stjörnur. "Eiðurinn stendur betri verkum Baltasars nokkuð að baki og skilur í heildina ekki mikið eftir sig,", segir Tómas, "en hún er faglega gerð og mátulega spennandi."

Morgunblaðið um „Eiðinn“: Römm er sú taug

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í Morgunblaðið og gefur myndinni fimm stjörnur. "Sjónræn umgjörð og allur frágangur myndarinnar eru frámunalega hrífandi. Kvikmyndataka, klipping, tónlist, listræn útfærsla á leikmynd, búningum og gervum og allir aðrir formlegir þættir giftast í nostursamlega gæðaheild," segir Hjördís meðal annars í umsögn sinni.

DV um „Eiðinn“: Dýrmæt mynd

Kristján Kormákur Guðjónsson skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í DV og segir hana afskaplega dýrmæta mynd. Hann gefur henni fjóra og hálfa stjörnu.

Baltasar í viðtali við Hollywood Reporter um „Eiðinn“ og verkefnin framundan

Baltasar Kormákur ræðir við Hollywood Reporter um hversvegna hann hafnaði stórmyndum og kom þess í stað heim til að gera mynd, hvernig uppeldi unglingsdætra hefur gert hann gráhærðan, mögulega endurgerð Ófærðar í Bandaríkjunum, fyrirhugaða víkingamynd sína og ýmislegt fleira.

„Eiðurinn“ seld til yfir 50 landa

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni á morgun laugardag. Myndin mætir miklum áhuga kaupenda og dreifingaraðila en hún hefur þegar selst til yfir 50 landa.

Heimildamynd um gerð „Eiðsins“

RÚV sýndi í gærkvöldi heimildaþátt um undirbúning og tilurð Eiðsins eftir Baltasar Kormák. Í myndinni er fylgst er með tökum og rætt við helstu aðstandendur og leikara.

Ný stikla „Eiðsins“ komin út

Ný stikla fyrir Eiðinn Baltasars Kormáks hefur litið dagsins ljós. Almennar sýningar á myndinni hefjast þann 9. september næstkomandi og þá helgi er hún jafnframt heimsfrumýnd á Toronto hátíðinni.

Baltasar um „Eiðinn“: Yrði svolítið hræddur við sjálfan mig í þessum aðstæðum

Baltasar Kormákur var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann ræddi um mynd sína, Eiðinn, sem frumsýnd verður 9. september næstkomandi. Hann vísar meðal annars í þá stöðu sem aðalpersóna verksins, sem hann sjálfur leikur, er í og segir: "Hversu langt væri ég til í að fara? Ég hef sem betur fer ekki lent í þessum aðstæðum en ég veit ekki hvort ég... ég yrði svolítið hræddur við sjálfan mig í þessum aðstæðum."

Ólafur Egill: „Eiðurinn“ byggir á persónulegri reynslu

Ólafur Egill Egilsson ræðir baksvið kvikmyndarinnar Eiðurinn í samtali við Fréttablaðið í dag. Ólafur skrifaði handrit myndarinnar í samvinnu við Baltasar Kormák, en verkið byggir á hans eigin reynslu.

„Eiðurinn“ í keppni í San Sebastian

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák mun keppa um Gullnu skelina, aðalverðlaun San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer á Spáni 16. – 24. september. Myndin verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni nokkru áður og frumsýnd á Íslandi 9. september.

Stikla úr „Eiðinum“ komin út

Ný stikla úr spennumyndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks er komin út. Plakat myndarinnar hefur einnig verið opinberað. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi.

„Eiðurinn“ valin á Toronto

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák verður heimsfrumsýnd í "Special Presentations" flokknum á Toronto hátíðinni sem stendur dagana 8.-18. september næstkomandi. Flokkurinn snýst um kvikmyndir sem vekja munu mikla athygli og koma frá leiðandi kvikmyndagerðarmönnum í heiminum. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september.

„Eiðurinn“ meðal spennandi væntanlegra titla á Cannes

Bandaríski kvikmyndavefurinn Deadline tíndi til á dögunum ýmsar væntanlegar kvikmyndir sem verið er að undirbúa eða filma, jafnframt því sem kynning og sala á þeim fer fram á markaðinum í Cannes. Meðal þessara verkefna er Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Baltasar kynnir „Eiðinn“ í Cannes

Baltasar Kormákur kynnir mynd sína Eiðinn á Cannes hátíðinni, sem nú stendur yfir, fyrir kaupendum og sýnir brot úr myndinni. Bandaríska sölufyrirtækið XYZ Films fer með sölu myndarinnar á heimsvísu.

Þessar bíómyndir og leiknu þáttaraðir eru væntanlegar á næstu misserum

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.

„Eiðurinn“ bakvið tjöldin

Tökum er nú að ljúka á kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Ljósmyndir sem Lilja Jónsdóttir tók af upptökum hafa verið opinberaðar á Vísi.

„Eiðurinn“ og „Alma“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.

Tökur standa yfir á „Eiðinum“

Tökur hafa staðið yfir að undanförnu á bíómynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Baltasar fer sjálfur með aðalhlutverkið en Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson eru einnig í stórum hlutverkum.

Baltasar selur alheimssölurétt á væntanlegri mynd sinni

Bandaríska framleiðslufyrirtækið XYZ films í samstarfi við AI Film, hefur keypt alheims dreifingarréttinn á væntanlegri kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinum. Tökur á myndinni hefjast í haust en myndin byggir á handriti Ólafs Egilssonar og Baltasars.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR