HeimAðsóknartölurAðsókn | Tæplega níu þúsund sáu "Eiðinn" opnunarhelgina

Aðsókn | Tæplega níu þúsund sáu „Eiðinn“ opnunarhelgina

-

eiðurinnEiðurinn eftir Baltasar Kormák er í fyrsta sæti á aðsóknarlista FRÍSK eftir frumsýningarhelgina.

Alls komu 7,611 manns á myndina um helgina en 8,861 manns að meðtöldum forsýningum.

Óhætt er að telja þetta með stærri opnunum síðari ára hvað aðsókn varðar, en aðsóknin er á pari við aðra mynd leikstjórans, Djúpið sem kom út 2012 og tók að lokum inn rúmlega fimmtíu þúsund manns. Á það skal þó bent að ekki þarf að vera samhengi milli opnunarhelgar og endanlegrar aðsóknar.

Aðsókn á íslenskar myndir 5.-11. september 2016

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
Eiðurinn7,6118,861
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR