Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn í evrópskri mynd í fullri lengd fyrir hlutverk sitt í Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar á kvikmyndahátíðinni Premiers Plans í Angers í Frakkland, sem fram fór 17.-26. janúar.
Sumarið 2009 skrifaði ég grein um íslenska kvikmyndamenningu og birti í Lesbók Morgunblaðsins. Fyrirsögnin var Ballaða um hnignun bíóhneigðar. Ég var að skrifa um þann grýtta menningarlega jarðveg sem íslenskar kvikmyndir yxu úr og óskaði mér einhvers betra. Greinin velti af stað atburðarás sem í stuttu máli leiddi til stofnunar Bíó Paradísar rúmlega ári síðar. Sú saga verður betur sögð við tækifæri, en í tilefni þess vanda sem nú steðjar að Bíó Paradís endurbirti ég þessar hugleiðingar.
Breska sölufyrirtækið All3Media mun selja glæpaseríuna Svörtu sandar á heimsvísu, en verkefnið er kynnt á yfirstandandi Gautaborgarhátíð. Baldvin Z leikstýrir þáttunum fyrir Glassriver en þeir verða sýndir á Stöð 2. Ragnar Jónsson og Aldís Hamilton skrifa þættina en Aldís mun einnig fara með aðalhlutverk. Aðrir sem fram koma í þáttunum eru meðal annars Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Tökur hefjast á næsta ári.
Glæpaserían Systrabönd er nú í vinnslu hjá Sagafilm og verður verkefnið kynnt á Gautaborgarhátíðinni sem nú stendur yfir. Silja Hauksdóttir mun leikstýra þáttunum sem verða sex, Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnúsdóttir skrifa handrit. Þættirnir verða sýndir 2021.
Rvk Feminist Film Festival fór fram dagana 16.-19 janúar síðastliðinn. Meðal viðburða á hátíðinni var stuttmyndasamkeppnin Systir þar sem veitt voru þrenn verðlaun á lokadegi hátíðarinnar.
Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er ráðgert að verkefnishópur sem vinnur að gerð kvikmyndastefnu skili tillögum sínum til mennta- og menningarmálaráðherra í apríl næstkomandi.
Óvæntir atburðir, ástabrall og samskipti kynjanna, ranglæti og réttarmorð, absúrdismi, ráðabrugg og glæpaverk eru meðal viðfangsefna í kvikmyndum 20. frönsku kvikmyndahátíðarinnar, sem fram fer í Bíó Paradís frá 24. janúar til 2. febrúar. Mynd af brennandi stúlku (Portrait d‘une jeune fille en feu) eftir Céline Sciamma og Ég ákæri (J‘accuse) eftir Roman Polanski eru hápunktar úrvalsins.
Kvikmyndaverðlaun Sólveigar Anspach verða veitt í fjórða sinn á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem hefst 24. janúar. Að þessu sinni bárust hvorki fleiri né færri en 100 stuttmyndir í keppnina. Verðlaununum er ætlað að hvetja konur til dáða í kvikmyndagerð og eru veitt konum sem eru að stíga sín fyrstu skref í leikstjórn og eiga mest þrjár myndir að baki. Ein verðlaun verða veitt fyrir bestu stuttmynd á íslensku, önnur fyrir þá bestu á frönsku.
Margrét Einarsdóttir búningahönnuður var rétt í þessu að vinna Guldbaggen, kvikmyndaverðlaun Svía, fyrir búninga í kvikmyndinni Eld & lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein. Margrét er vel þekkt í kvikmyndaheiminum en hún hefur m.a. unnið til nokkurra Edduverðlauna fyrir búninga ársins eins og í kvikmyndunum Hrútar, Vonarstræti og Á annan veg.
Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1 segir Gullregn vera tragikómískan sálfræðitrylli um rasisma og vítahring ofbeldis sem flyst frá einni kynslóð til annarrar. Þó henni fatist aðeins flugið í blálokin sé hún á heildina litið mjög vel gerð kvikmynd sem skilji eftir sig óþægilega tilfinningu að áhorfi loknu.
Thin Ice (Ísalög) er átta þátta umhverfispólitísk, spennudrama þáttaröð sem hefur verið í þróun og framleiðslu í um sex ár á vegum sænska framleiðslufyrirtækisins Yellow Bird og hins íslenska Sagafilm. Sýningar hefjast í Svíþjóð í febrúarbyrjun en á RÚV 16. febrúar.
Lokamyndin með Avengers (Endgame) var lang tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum en hún halaði inn rúmar 92 milljónir króna, sem gerir hana að fimmtu tekjuhæstu kvikmynd kvikmyndahúsanna síðasta áratuginn. Samtals sáu rúmlega 66 þúsund manns myndina. Tekjur af bíóaðsókn dragast saman um 12% milli ára.
Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2019 dróst mikið saman miðað við 2018 og nam tæplega 54 þúsund gestum. Samdrátturinn nemur rúmlega tveim þriðju, en þetta er ögn lakari heildaraðsókn en árið 2015. Agnes Joy er mest sótta íslenska mynd ársins.