Skýrsla um kvikmyndastefnu væntanleg í apríl, nýtt samkomulag um kvikmyndamál mun byggja á henni

Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er ráðgert að verkefnishópur sem vinnur að gerð kvikmyndastefnu skili tillögum sínum til mennta- og menningarmálaráðherra í apríl næstkomandi.

Klapptré sendi fyrirspurn til ráðuneytisins þar sem spurt var hvenær væri von á skýrslunni, sem upphaflega var boðuð síðasta sumar. Einnig var spurt um nýtt samkomulag um kvikmyndamál og nýjan þjónustusamning við RÚV, en hvorutveggja rann út um áramótin síðustu.

Þau svör fengust að einnig að unnið væri að endurnýjun nýs samkomulags um kvikmyndamál, sem mun byggja á nýrri kvikmyndastefnu. Einnig er stefnt að því að ljúka gerð samnings um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu á næstu vikum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR