Hildur Guðnadóttir fær Grammy verðlaun fyrir tónlistina í CHERNOBYL

Hildur Guðnadóttir tekur við verðlaunum fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl á World Sountrack Awards 2019.

Hildur Guðnadóttir vann í kvöld Grammy-verðlaun í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil fyrir hljóðrás sína við þættina Chernobyl.

Þetta kemur fram á vef RÚV og þar segir einnig:

Chernobyl-þættirnir hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda og þar leikur tónlist Hildar stórt hlutverk en hún tók upp hljóð í kjarnorkuveri í Litháen til að nota í hljóðrásina. Hildur vann til Emmy-verðlauna í september fyrir Chernobyl.

Hildur hefur einnig skráð sig á spjöld sögunnar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, en hún vann Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina fyrr í mánuðinum. Hildur var einnig verðlaunuð fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards.

Hildur var einnig tilnefnd til Bafta- og Óskarsverðlauna fyrir tónlistina við Joker. Bafta-verðlaunin verða afhent 2. febrúar en Óskarinn viku seinna eða 9. febrúar.

Sjá nánar hér: Hildur vann Grammy-verðlaunin

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR