spot_img

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir tónlistina í WOMEN TALKING

Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til Golden Globe fyrir tónlistina við kvikmyndina Women Talking eftir Sarah Polley.

RÚV segir frá:

Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Hildur hlýtur tilnefningu til þessara verðlauna en hún hlaut þau fyrir kvikmyndina Joker árið 2020. Hildur þykir nokkuð líkleg til afreka á þessu verðlaunatímabili í Hollywood. Hún hefur að undanförnu verið orðuð við Óskarsverðlaun fyrir bæði Women Talking og Tár.

Samtök erlendra fréttamanna standa að Golden Globe og sýnt verður beint frá athöfninni á NBC í fyrsta skipti í tvö ár. Samtökin hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir kynþáttamismunun og spillingu, þau fóru í rækilega naflaskoðun í fyrra og virðast nú aftur vera komin í náðina hjá NBC.

HEIMILDruv.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR