Hildur Guðnadóttir verðlaunuð á Critics’ Choice Awards fyrir tónlistina í TÁR

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun fyrir bestu tónlist í kvikmyndinni Tár á Critics’ Choice Awards sem fór fram í Los Angeles í nótt.

Þetta er í annað sinn á þremur árum sem tónskáldið hlýtur slík verðlaun því árið 2020 vann hún til verðlauna fyrir bestu tónlist í kvikmyndinni Joker. RÚV greinir frá þessu. Hildur var tilnefnd bæði fyrir tónlistina í myndinni Tár í leikstjórn Todd Field þar sem Cate Blanchett er í aðalhlutverki og myndinni Women Talking í leikstjórn Sarah Polley.

Á verðlaunaafhendingunni ræddi Hildur einnig við bandaríska fagmiðilinn Indiewire um myndirnar:

While at the Critics Choice Awards on Sunday, where she picked up the prize for best score, Guðnadóttir spoke to IndieWire about the film, and compared it to her other nominated work, “Women Talking.” Discussing the endings of the films, which both focus on themes of sexual misconduct and violence, Guðnadóttir said that both have opposite trajectories, with “Women Talking” more triumphant and “Tár” more of a descent, but said the ending of the latter film made her feel sympathy and happiness for the complicated title character.

“It goes in completely opposite directions, ‘Women Talking’ is the rise and ‘Tár’ is the fall,” Guðnadóttir told IndieWire social media editor Veronica Flores on the red carpet. “But at the same time, at the end of ‘Tár,’ I was happy for her, that she gets to be, maybe, more true to herself. Because she’s a person that really loses her way. And in a way, even though she falls down from the pedestal, I think she maybe has a sense of finding her true self again, which is pretty positive.”

HEIMILDruv.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR