Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við Leif Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North um framtíðarplön fyrirtækisins, sem hefur margt á prjónunum.
Drama Quarterly ræðir við Ólaf Darra Ólafsson leikara, Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfund og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra um þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust.
„Heimildamyndir af þessu tagi eru afskaplega verðmætar,“ segir Sunna Ástþórsdóttir gagnrýnandi Víðsjár um myndina Eins og málverk eftir Eggert Pétursson eftir Gunnlaug Þór Pálsson.
Grímur Hákonarson leikstjóri er í viðtali við The Guardian í tilefni af því að sýningar á mynd hans Héraðinu hefjast í Bretlandi í dag. Þar ræðir hann meðal annars um upplifun sína af viðbrögðum sumra kollega sinna hér á landi í kjölfar velgengni Hrúta.
Peter Bradshaw skrifar um Héraðið eftir Grím Hákonarson í The Guardian, en myndin er frumsýnd í Bretlandi (Curzon Home Cinema) 22. maí. Hann gefur meðal annars Arndísi Hrönn Egilsdóttur glimrandi umsögn og myndinni fjórar stjörnur.
Tökur á þáttaröðinni Verbúð eru hafnar og munu standa til ágústloka. Verkefnið fékk á dögunum um 43 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.
Langt er síðan Klapptré skýrði frá því að verið væri að gera ástralska kvikmynd byggða á Hrútum Gríms Hákonarsonar. Stikla myndarinnar hefur nú litið dagsins ljós.
Dreifingarfyrirtækið Utopia mun dreifa heimildamyndinni House of Cardin í N-Ameríku frá næsta hausti, en myndin fjallar um tískufrömuðinn Pierre Cardin. Margrét Hrafnsdóttir (Margret Raven) er meðal framleiðenda myndarinnar sem frumsýnd var á Feneyjahátíðinni síðastliðið haust. Variety skýrir frá.
Snorri Þórisson hjá Pegasus undirbýr ásamt forsvarsmönnum kanadíska fyrirtækisins Buffalo Gal Pictures í Winnipeg gerð kvikmyndar um íshokkílið Fálkanna en beðið er eftir grænu ljósi frá Kvikmyndasjóði Íslands. „Gangi fjármögnun eftir hér geta tökur hafist á næsta ári og frumsýning yrði þá um ári síðar,“ segir Snorri í viðtali við Morgunblaðið.
Leifur Dagfinnsson framleiðandi hjá True North segir áhuga erlendra framleiðenda mikinn á að koma hingað í sumar en bregðast verði við samkeppninni frá öðrum löndum og hækka endurgreiðsluhlutfall.
Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm segir það raunhæft markmið að fimmfalda kvikmyndagreinina að stærð á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í grein hans í Fréttablaðinu.
Jarðarförin mín varpar ljósi á augljósustu og duldustu afbrigði hversdagsleika samtímans á séríslenskan hátt svo áhorfendur gráta og hlæja með, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar. Þáttaröðin er í sex hlutum og sýnd í Sjónvarpi Símans.
"Einfaldlega ein besta íslenska mynd síðustu ára og ég get ekki beðið eftir að senda gagnrýnendavini mína erlendis á hana þegar hún fer á flakk," segir Ásgeir H. Ingólfsson á Menningarsmyglinu um Síðustu veiðiferðina eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson.
"Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða," segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður í grein á Vísi.