[Stikla] A SONG CALLED HATE

Stikla heimildamyndarinnar A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur er komin út og má skoða hér.

Lagið Hatrið mun sigra var framlag Íslands til Eurovision sem fram fór í Tel Aviv árið 2019 eins og frægt er orðið. Mikill alþjóðlegur fjölmiðlaáhugi skapaðist í kringum yfirlýsingar Hatarahópsins, bæði í aðdraganda lokakvöldisins og á kvöldinu sjálfu þar sem táknrænn gjörningur þeirra náði til yfir 200 milljóna áhorfenda.

A Song Called Hate fjallar um listina sem felst í því að taka afstöðu og spyr spurninga um hlutverk listarinnar í pólitísku samhengi. Í myndinni kynnumst við aðdragandanum og sjáum hvað gerðist á bak við tjöldin á ferðum hópsins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR