spot_img
HeimEfnisorðAnna Hildur Hildibrandsdóttir

Anna Hildur Hildibrandsdóttir

A SONG CALLED HATE á stuttlista Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur er meðal þeirra 15 mynda sem eru á stuttlista Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í flokki heimildamynda.

A SONG CALLED HATE verðlaunuð á Ítalíu

Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur var í dag valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound tónlistarkvikmyndahátíðinni sem fram fer á Ítalíu. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, en sýningar hefjast á henni í kvöld í Háskólabíói.

Anna Hildur og A SONG CALLED HATE: Tók mikið á að fylgja þessu í gegn

Anna Hildur Hildibrandsdóttir er í viðtali í þættinum Segðu mér á Rás 1 þar sem hún ræðir meðal annars heimildamynd sína A Song Called Hate, en almennar sýningar á henni hefjast í Háskólabíói 26. febrúar. Myndin er einnig á dagskrá RÚV í þremur hlutum 1., 8. og 15. apríl.

A SONG CALLED HATE: Þau þorðu að taka afstöðu

Bæði SVT og Dagens Nyheter í Svíþjóð fjalla um heimildamynd Önnu Hildar Hilbrandsdóttur, A Song Called Hate, sem nú er sýnd á Gautaborgarhátíðinni. Vísir segir frá.

A SONG CALLED HATE keppir í Gautaborg

Heimildamynd Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, A Song Called Hate, mun taka þátt í keppni norrænna heimildamynda (Nordic Documentary Competition) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem haldin verður dagana 29. janúar - 8. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 44. skipti, en að þessu sinni í stafrænu formi.

Menningarsmygl um A SONG CALLED HATE: Augnablik sem sker tímann í tvennt

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um heimildamyndina A Song Called Hate (Hatrið) eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur á vef sinn Menningarsmygl. Myndin var sýnd nýlega á RIFF og einnig á kvikmyndahátíðinni í Varsjá.

Ber­skjaldaður Hatari í nýrri heimildar­mynd

Anna Hildur Hildibrandsdóttir frumsýnir nýja heimildamynd sína, A Song Called Hate (Hatrið) á væntanlegri RIFF hátíð. Fréttablaðið ræddi við hana og Klemens Hannigan Hatarameðlim um myndina sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatari á Eurovison vorið 2019.

LevelK selur A SONG CALLED HATE á heimsvísu

Heimildamyndin A Song Called Hate sem fjallar um Eurovisongjörning hljómsveitarinnar Hatara er komin með dreifingarsamning hjá danska fyrirtækinu LevelK. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Anna Hildur Hildibrandsdóttir en hún fylgdi hópnum til Ísrael og Palestínu í fyrra ásamt Baldvini Vernharðssyni kvikmyndatökumanni. Myndin er af framleidd Tattarrattat í samstarfi við RÚV.

[Kitla] A SONG CALLED HATE, frumsýnd á CPH:DOX í mars

Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á CPH:DOX hátíðinni í Kaupmannahöfn sem hefst 18. mars. Myndin fjallar um hljómsveitina Hatara og Eurovision för hennar til Jerúsalem í fyrra. Kitla myndarinnar hefur verið gefin út og má sjá hér.

Anna Hildur snýr til baka

Anna Hildur Hildibrandsdóttir hefur starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi - sem umboðsmaður hljómsveita, framkvæmdastjóri ÚTÓN og undanfarin ár sem framkvæmdastjóri Nordic Music Export. Á síðasta ári söðlaði hún um og sneri sér að kvikmyndaframleiðslu. Klapptré spurði hana hvernig það hefði komið til.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR