Kvikmyndavefurinn TwitchFilm hefur birt umsögn um Hrúta, sem gagnrýnandi vefsins, Jason Gorber, sá á Cannes. Gorber er ekkert að skafa utan af því, hann kallar þetta framúrskarandi verk sem sigli kunnátusamlega milli tilfinningalegra hæða og lægða þannig að úr verður listræn en um leið aðgengileg mynd.
Hjördís Stefánsdóttir fjallar um Hrúta í Morgunblaðinu og gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu af fimm. Hún segir Grím Hákonarson vinna markvisst með þemu og stef úr fyrri verkum sínum, en í þeim sé nútímavæðingu og efnishyggju teflt gegn þögguðum kynngikrafti náttúrunnar, hverfandi lifnaðarháttum og fornum menningararfi sem fyrnist hratt.
Valur Gunnarsson fjallar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í DV, gefur fimm stjörnur og leggur útaf hinni sögulegu vídd, allt aftur til Lands og sona: "Siggi Sigurjóns er kominn aftur í sveitina, en í stað þess að skjóta hross er hann hér að skjóta kindur með tárin í augunum. Þar var sagt frá bændum sem neyddust til að flykkjast á mölina í kreppunni, en hér segir frá þeim fáu eftirlegukindum sem enn hanga í sveitinni. Í millitíðinni hefur allt breyst, og ekkert."
Hermann Aðalsteinsson ritstjóri héraðsfréttavefsins 641.is skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í kjölfar Íslandsfrumsýningar myndarinnar í Laugabíói í Bárðardal. Hann er í stuttu máli hæstánægður.
Símon Birgissyni dramatúrg hjá Þjóðleikhúsinu finnst ekki mikið til gagnrýni Kjartans Más Ómarssonar í Fréttablaðinu um Hrúta koma og segir kvikmyndarýni blaðsins hafa "verið útá túni síðan Vonarstræti var sögð besta kvikmynd Íslandssögunnar."
Kjartan Már Ómarsson skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í Fréttablaðið og segir meðal annars táknræna merkingarauka fjár vera allt að því ótölulega sem orsaki að djúpt lag þýðingar verði mögulegt í hvert sinn sem fé komi fyrir í mynd eða tali. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm.
Gengið hefur verið frá sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar til Bandaríkjanna. Það var framleiðslu- og dreifingarfyrirtækiðCohen Media Group sem keypti dreifingarréttinn vestanhafs en gengið var frá samningum í gær.
Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd í gærkvöldi fyrir fullum sal í Háskólabíói. Leikstjórinn og framleiðandinn létu frumsýningargesti jarma áður en myndin hófst.
Í fjórða og síðasta pistli sínum frá Skjaldborgarhátíðinni skrifar Ásgeir H. Ingólfsson um lúxusvandamál, bresk teboð og pönkaða kvennasögu. Svo eitthvað sé nefnt.
Ásgeir H. Ingólfsson sat með hópi fólks í harkinu í dimmum bíósal á Patreksfirði um síðustu helgi. Í þriðja pistli sínum frá Skjaldborgarhátíðinni tekur hann fyrir hinar fjölmörgu myndir og uppákomur laugardagsins.
Hulda G. Geirsdóttir hjá Rás 2 fjallar um Hrúta Gríms Hákonarsonar og segir hana tilfinningaríka sögu sem sögð sé af næmni og einlægni. Hulda gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm.
Stundin er með skemmtilegan vinkil á Hrúta Gríms Hákonarsonar og ræðir við leikstjórann um fólkið í Bárðardal sem hjálpaði honum og hans teymi að gera myndina.
Síðdegisútvarp Rásar 2 boðaði ritstjóra Klapptrés á sinn fund fyrr í dag. Þau vildu fá að vita hvað væri eiginlega að gerast með íslenskar kvikmyndir, í kjölfar allra þessara verðlauna og velgengni, nú síðast á Cannes en einnig á undanförnum mánuðum og misserum. Ritstjórinn freistaði þess að varpa örlitlu ljósi á málin.