Verður „Blóðberg“ að bandarískri sjónvarpsseríu?

blóðberg-plakat-brotBandaríski kvikmyndarisinn Sony hefur sýnt því áhuga að endurgera kvikmynd Björns Hlyns Haraldssonar Blóðberg sem tólf þátta sjónvarpsseríu.

Rakel Garðarsdóttir framleiðandi myndarinnar er í viðtali við Vísi:

„Við erum að skoða þetta allt saman, það eru fleiri áhugasamir svo samningsstaðan okkar er mjög góð,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastýra Vesturports, um áhuga Sony á kvikmyndinni Blóðberg.

Hefur japanska stórveldið áhuga á að semja við Vesturport um að gera úr kvikmyndinni tólf þátta sjónvarpsseríu. „Ef úr verður mun Björn Hlynur Haraldsson, sem bæði skrifaði handritið og leikstýrði myndinni, vera með í skrifum og hugmyndavinnu, en svo er þetta alfarið í höndunum á Sony. Þeir bæta svo bara við „byggt á“ og vísa í myndina okkar,“ segir Rakel og bætir við að þótt ekki sé búið að skrifa undir neitt hafi nöfnum stórstjarna þegar verið fleygt fram varðandi hlutverkaskipan í þáttunum.

„Þetta er auðvitað stórkostlegt, og ekki síst vegna þess að þarna er á ferðinni ekkert annað en íslenskt hugvit sem verið er að flytja út,“ útskýrir Rakel og bendir á að stjórnvöld þurfi að vakna upp af værum blundi þar sem stöðugt er skorið niður í listum hérlendis. „Sérstaðan okkar er í skapandi greinum, það er nokkuð ljóst.“

Sjá: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR