Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru orðnir langeygir eftir því að námi í kvikmyndagerð á háskólastigi verði komið á hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður ný kvikmyndastefna kynnt á næstunni, þar sem meðal annars verður fjallað um menntun.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðssonhlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlaut leikstjórnarverðlaunin fyrir mynd sína Undir trénu á Skip City International D-Cinema Festival í Japan, sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er nú sýnd í bandarískum kvikmyndahúsum á vegum Magnolia Pictures. Myndin fær mjög góð viðbrögð gagnrýnenda.