NORTHERN COMFORT verðlaunuð á Scanorama í Litháen

Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun Scanorama-hátíðarinnar í Litáen, sem fram fór 9.-19. nóvember. Þetta annað árið í röð sem íslensk kvikmynd hreppir þar verðlaunin.

Northern Comfort er gamanmynd sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Hún var heimsfrumsýnd á South by Southwest í Bandaríkjunum í mars og fór í almennar sýningar á Íslandi um haustið.

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, hlaut áhorfendaverðlaun Scanorama í fyrra. Yfir 40.000 gestir sækja hátíðina heim ár hvert og er hún önnur stærsta kvikmyndahátíð Litáens.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR