Sænskur gagnrýnandi velur AFTURELDINGU bestu þáttaröð ársins

Sænski gagnrýnandinn Kjell Häglund hjá TVDags í Svíþjóð velur fimmtán bestu þáttaraðir ársins og setur Aftureldingu í fyrsta sætið.

Sænski gagnrýnandinn Kjell Häglund hjá TVDags í Svíþjóð velur fimmtán bestu þáttaraðir ársins og setur Aftureldingu í fyrsta sætið.

Häglund segir þáttaröðina samanburðarhæfa við bestu kvikmyndir um íþróttir sem gerðar hafa verið og líkir henni við þá afbragðs þáttaröð Daisy Jones & the Six, þar sem handbolti komi í stað rokktónlistar.

Þá segir hann hinar löngu og flóknu tökur á leikvellinum vera hreina opinberun fyrir aðdáendur íþróttamynda. Verkið sé gert af einlægri ást, ekki aðeins gagnvart handbolta sem íþrótt heldur gagnvart klassískum íþróttamyndum almennt, sem og af ótrúlegri kunnáttu og hugviti.

HEIMILDTVDags
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR