Daglegt færslusafn: Apr 9, 2015

Áframhald á „Poldark“, þættirnir væntanlegir á RÚV

Bresku sjónvarpsþættirnir Poldark sem BBC hóf sýningar á fyrir skömmu, hafa notið vinsælda en allt að átta milljónir horfa á þáttaröðina þar í landi sem þykir mjög fínt. Meðal leikenda í þáttunum er íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir eða Heidi Reed eins og hún kallar sig. Heiða Rún fór með eitt stærsta hlutverkið í þáttaröðinni Hraunið sem sýnd var á RÚV í fyrra.

Önnur umferð af „Fortitude“ í tökur í byrjun næsta árs

Ráðist verður í gerð annarrar umferðar af þáttaröðinni Fortitude. Tökur munu hefjast hér á landi í byrjun næsta árs en alls verða gerðir tíu þættir að þessu sinni í stað tólf, að sögn Snorra Þórissonar hjá Pegasus.

Sjö íslenskar stutt- og heimildamyndir á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni

Heimskautarefurinn, norðurljósin, minnismiðar og sund eru meðal viðfangsefna þeirra sex íslensku stutt- og heimildamynda sem sýndar verða á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni 9.-12. apríl í Bíó Paradís.