Greining | Sveppi 4 önnur vinsælasta íslenska kvikmyndin á árinu

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum situr í fjórtánda sæti aðsóknarlistans eftir níundu sýningarhelgi, sem jafnframt er sú síðasta á árinu. Myndina sáu 220 manns í liðinni viku, þar af 161 um helgina. Myndin hefur fengið alls 32.528 gesti og er önnur vinsælasta íslenska mynd ársins.
Posted On 30 Dec 2014

Edduverðlaunin veitt 21. febrúar, byrjað að taka á móti innsendingum

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2015 sem haldin verður í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Skilafrestur er til 7. janúar.
Posted On 22 Dec 2014

Greining | Sveppi 4 önnur vinsælasta Sveppamyndin

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum er í níunda sæti aðsóknarlistans eftir áttundu sýningarhelgi. Myndin hefur fengið alls 32.313 gesti og er nú önnur vinsælasta myndin í seríunni, sem hóf göngu sína 2009.
Posted On 22 Dec 2014

Jóhann Jóhannsson ræðir um tónlistina í “The Theory of Everything”

Jóhann Jóhannsson ræðir um tónlistina sem hann gerði fyrir kvikmyndina The Theory of Everything í leikstjórn James Marsh, sem einnig kemur fram í þessu innslagi. Jóhann er tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir vinnu sína.
Posted On 18 Dec 2014

Stockfish hátíðin óskar eftir stuttmyndum

Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival verður haldin í Bíó Paradís dagana 19. febrúar til 1. mars 2015. Að hátíðinni standa fagfélög í kvikmyndagerð á Íslandi. Hátíðin óskar eftir íslenskum stuttmyndum til þátttöku í keppninni Sprettfiskur.
Posted On 17 Dec 2014

Þúsundir niðurhalenda með hreinan skjöld

Hreinn Skjöldur, nýjasti þáttur grínistanna á bakvið Steindann okkar, var frumsýndur á Stöð 2 í lok nóvember. Þættirnir eru á meðal vinsælustu þátta stöðvarinnar en þúsundir hafa einnig sótt þættina á vefnum deildu.net.
Posted On 16 Dec 2014

Sjónvarpsáhorf hefur ekki minnkað, aðeins breyst

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknastjóri hjá RÚV, hefur gert athugasemd við fréttaskýringu Kjarnans um minnkað sjónvarpsáhorf sem Klapptré sagði frá. Valgeir bendir á að sjónvarpsáhorf hafi alls ekki minnkað jafn mikið og fram kom í fréttaskýringu Kjarnans. Hann byggir þar á gögnum Capacent sem heldur utan um mælingar á fjölmiðlaneyslu hér á landi.
Posted On 16 Dec 2014

Greining | Sveppi 4 komin með yfir 32 þúsund gesti

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum situr í sjöunda sæti aðsóknarlistans eftir sjöundu sýningarhelgi. Myndina sáu 471 manns í liðinni viku, þar af 218 um helgina. Myndin hefur fengið alls 32.106 gesti.
Posted On 15 Dec 2014

Mikill samdráttur í sjónvarpsáhorfi

Miklar breytingar hafa átt sér stað í neyslu sjónvarpsefnis á undanförnum árum. Þannig hefur áhorf landsmanna á íslenskar sjónvarpsstöðvar dregist saman um 38 prósent frá árinu 2008 og um 46% þegar horft er á áhorf þeirra sem eru á aldrinum 12 til 49 ára. Þetta er hægt að sjá út úr fjölmiðlamælingum Capacent sem aðgengilegar eru á vefnum. Kjarninn fjallar um málið í fréttaskýringu.
Posted On 12 Dec 2014

Hera Hilmarsdóttir er Rísandi stjarna

Hera Hilmarsdóttir leikkona hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2015. Árlega velja European Film Promotion (EFP) samtökin 10 unga og efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna, sem vakið hafa sérstaka athygli og kynnir þá sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni.
Posted On 11 Dec 2014

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe verðlauna

Jóhann Jóhannsson tónskáld hefur verið tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Myndin fær alls fjórar tilnefningar; auk tónlistarinnar sem mynd ársins og aðalhlutverk karls og konu.
Posted On 11 Dec 2014

Stockfish hátíðin haldin í febrúar

Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival in Reykjavík verður haldin í fyrsta sinn dagana 19.febrúar - 1.mars 2015 í Bíó Paradís og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. Það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna - Bíó Paradís ses. sem stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð. Stockfish European Film Festival in Reykjavík er sjálfseignarstofnun sem starfar með það að markmiði að efla og styrkja kvikmyndamenningu og -iðnað á Íslandi og er hátíðin ekki haldin í hagnaðarskyni.
Posted On 09 Dec 2014

Viðhorf | Nú verða (ekki) sagðar fréttir

Fyrirætlanir stjórnvalda um lækkun útvarpsgjalds virðast ætla að ganga eftir, þó ekki sé útséð enn hvernig það fari. Erfitt er að koma auga á skynsemina í þessu plani þegar búið er að skerða opinbera fjármögnun stofnunarinnar um fjórðung á undanförnum áratug þannig að henni er illkleift að standa við skyldur sínar samkvæmt lögum, segir Ásgrímur Sverrisson.

Vilja kanna efnahagsáhrif kvikmynda

Ellefu stjórnarþingmenn, þar meðal Vigdís Hauksdóttir formaður Fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar hafa óskað þess að iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytji Alþingi skýrslu um úttekt á hagrænum áhrifum kvikmyndagerðar á Íslandi.
Posted On 09 Dec 2014

Ása Helga leitar að ungri leikkonu vegna stuttmyndar

Ása Helga Hjörleifsdóttir leitar nú að ungri leikkonu til að fara með eitt af aðalhlutverkum stuttmyndarinnar Vetur, nótt sem tekin verður upp í janúar. Prufur verða haldnar 16., 17., og 18. desember í húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands á Grensásvegi 1. Áhugasömum er bent á að hafa samband við casting.vetur@gmail.com
Posted On 08 Dec 2014

Greining | Sveppi 4 á lokasprettinum, aðrar búnar

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum er áfram í fimmta sæti aðsóknarlistans eftir sjöttu sýningarhelgi. Myndina sáu 796 manns í liðinni viku, þar af 429 um helgina. Myndin hefur fengið alls 31.846 gesti.
Posted On 08 Dec 2014

Viðhorf | Um skapandi málflutning

Benedikt Erlingsson svarar pistli Óðins í Viðskiptablaðinu þar sem leikstjórinn var sakaður um vanþakklæti og "skapandi málflutning" varðandi niðurskurð til kvikmyndamála.

Þrjú verk í vinnslu á evrópsku kvikmyndahátíðinni í Les Arcs

Þrjár íslenskar kvikmyndir sem nú eru á mismunandi stigum vinnslu taka þátt í evrópsku kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer dagana 13. til 20. desember.
Posted On 05 Dec 2014

“Hross í oss” meðal 50 bestu mynda ársins að mati Empire

Hross í oss, sem farið hefur sigurgöngu um heimsbyggðina á árinu, er á lista breska kvikmyndaritsins Empire yfir 50 bestu myndir ársins. Myndin hlaut einróma lof í Bretlandi þegar hún var sýnd þar á fyrri hluta ársins.
Posted On 05 Dec 2014

87% fjármagns Kvikmyndasjóðs fer til karla

Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.
Posted On 05 Dec 2014

Hvað gerðist með Miklagarð?

Sigmar Vilhjálmsson fer yfir það sem klikkaði þegar sjónvarpsstöðin Mikligarður var stofnuð á sérstakri uppákomu á vegum ÍMARK næstkomandi mánudag, 8. desember kl. 13.00–14.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19.
Posted On 04 Dec 2014

Staðfest: “Z for Zachariah” meðal keppnismynda á Sundance

IndieWire var rétt í þessu að greina frá því hvaða 16 myndir taki þátt í keppnisflokknum US Dramatic Competition á Sundance hátíðinni sem fram fer í janúar næstkomandi. Z for Zachariah sem framleidd er af Zik Zak kvikmyndum er þar á meðal.
Posted On 03 Dec 2014

Tímalausri tónlist Jóhanns Jóhannssonar spáð Óskarstilnefningu

Deadline fjallar um tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndina The Theory of Everything, sem almennt þykir líkleg til að hljóta fjölda Óskarstilnefninga, þar á meðal fyrir tónlist Jóhanns. Scott Feinberg hjá The Hollywood Reporter setur Jóhann í annað sætið sem þýðir að hann telji tónskáldið nokkuð öruggan um tilnefningu.
Posted On 03 Dec 2014

Stjórn RÚV varar við niðurskurðarhugmyndum

Komið hefur í ljós að frétt Morgunblaðsins um að RÚV fengi 400 milljónir króna til viðbótar á næsta ári er á misskilningi byggð. Líkt og stjórnvöld höfðu áður sagt verður útvarpsgjaldið lækkað á næsta ári og einnig því þar næsta, en látið renna óskert til RÚV. Stjórn RÚV hefur sent frá sér einstæða yfirlýsingu af þessu tilefni þar sem varað er eindregið við þessum hugmyndum.
Posted On 03 Dec 2014
12