HeimEddanEdduverðlaunin veitt 21. febrúar, byrjað að taka á móti innsendingum

Edduverðlaunin veitt 21. febrúar, byrjað að taka á móti innsendingum

-

Edduverðlaunahátíðin 2014.
Edduverðlaunahátíðin 2014.

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2015 sem haldin verður  í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Sjá nánar um innsendingarreglur.

Innsendingarferli og gjöld

Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og er gert í gegnum Innsendingarsíðu Eddunnar þar sem framleiðslufyrirtæki fylla út allar upplýsingar um þau verk sem ætlunin er að senda inn, borga innsendingargjaldið og senda verkin stafrænt á ftp þjón.

Gjald fyrir að senda inn verk í einn af níu aðalflokkum Edduverðlauna er 25 þúsund (auk vsk) og innsending í fagverðlaunaflokk kostar 5 þúsund (auk vsk).

Skilafrestur og tilnefningar

Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti miðvikudaginn 7. janúar, 2015 og strax í kjölfarið hefja valnefndir Eddunnar störf.

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 3. febrúar 2015 og mun kosning Akademíumeðlima hefjast nokkrum dögum síðar og standa til 16. febrúar.

Kjörgengi

Kjörgengi hafa allir þeir sem greitt hafa aðildargjöld Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA fyrir árið 2015 en greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka Akademíumeðlima í byrjun janúar.

Tvær breytingar á reglum

Fagráð Eddunnar samþykkti í haust tvær breytingar á starfsreglum Eddunnar. Í fyrsta lagi þá hefur verðlaunaflokknum Menningar- og lífsstílsþáttur ársins verið skipt upp í tvennt, þ.e. annars vegar Menningarþáttur ársins og hins vegar Lífsstílsþáttur ársins.

Í öðru lagi var samþykkt sú breyting að miða fjölda tilnefninga í hverjum flokki við 20 innsendingar í stað 10 áður, þ.e. ef innsendingar eru fleiri en 20 í flokk skulu 5 verk tilnefnd en ef þau eru 20 eða færri skulu 3 verk tilnefnd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR