HeimEfnisorðEddan 2015

Eddan 2015

Kvöldstund með Eddu

Christopher Orr, kvikmyndagagnrýnandi hjá bandaríska tímaritinu The Atlantic, var einn gesta Stockfish hátíðarinnar. Hann hefur nú birt grein þar sem hann fjallar um Edduverðlaunahátíðina um síðustu helgi. Þar lýsir hann upplifun sinni af hátíð sem hefur kunnuglega uppbyggingu en sé engu að síður framandi þar sem hann skilji ekki orð af því sem fram fer.

Tólf Eddur til „Vonarstrætis“

Vonarstræti Baldvins Z hlaut alls tólf Eddur á nýafstaðinni Edduverðlaunahátíð, þar á meðal fyrir mynd ársins, leikstjóra, handrit og aðalhlutverk kvenna og karla. Þá hirti RÚV flest verðlaunin sjónvarpsmegin.

Viðhorf | Hverjir fá Eddu?

Vonarstræti og París norðursins fá báðar 12 tilnefningar til Edduverðlauna en líklegt má telja að sú fyrrnefnda verði sigurvegari kvöldsins. París á þó góða möguleika í að minnsta kosti fjórum flokkum. Ásgrímur Sverrisson spáir í mögulega niðurstöðu.

Viðhorf | Handritin heim!

Orðbragð fær alveg sérstök persónuleg verðlaun frá mér og mínu heimili en valnefnd Eddunnar og ábyrgðarmönnum Eddunnar sendi ég þrjú stór spurningamerki??? Hvernig er hægt að setja í sama flokk handrit að leiknum kvikmyndum eða leiknu sjónvarpsefni og handrit að þætti eins og Orðbragði? Spyr Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda.

„Vonarstræti“ og „París norðursins“ með 12 tilnefningar til Edduverðlauna

Vonarstræti og París norðursins hljóta báðar 12 tilnefningar til Edduverðlaunanna 2015. Sjónvarpsserían Hraunið fær fjórar tilnefningar. Tilnefningar voru kynntar í dag.

104 innsend verk í Edduna

Frestur til að skila inn verkum í Edduna 2015, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), rann út í síðustu viku. Alls voru 104 verk send inn í keppnina. Að auki voru nöfn 265 einstaklinga, sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk, send inn í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014.

Edduverðlaunin veitt 21. febrúar, byrjað að taka á móti innsendingum

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2015 sem haldin verður í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Skilafrestur er til 7. janúar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR