Sjónvarpsstöðin Bravo farin í loftið

Sjónvarpsstöðin Bravo hóf göngu sína í kvöld. Stöðin mun leggja áherslu á skemmtiefni og er beint að yngri aldurshópum.
Posted On 03 Mar 2014

“12 Years a Slave” miðlungsmynd?

"Verðuga" myndin vann, segir Egill Helgason í umfjöllun sinni um Óskarsverðlaunin sem afhent voru í nótt. Hann kallar 12 Years a Slave miðlungsmynd og segir að eftir nokkur ár eigi menn eftir að furða sig á því að hún hafi verið verðlaunuð.
Posted On 03 Mar 2014

“Kjöt” er örmynd ársins

Myndin Kjöt eftir Heimi Gest Valdimarsson var valin örmynd ársins 2013 í samkeppni um Örvarpann, verðlaun fyrir örmynd ársins. Úrslitin voru kynnt á hátíð í Bíó Paradís á laugardagskvöld. Einar Baldvin Arason hlaut áhorfendaverðlaun fyrir örmyndina Echos- Who Knew.
Posted On 03 Mar 2014