spot_img

„Kjöt“ er örmynd ársins

Einar Baldvin Arason og Heimir Gestur Valdimarsson unnu til verðlauna á örmyndahátíðinni Örvarpið.
Einar Baldvin Arason og Heimir Gestur Valdimarsson unnu til verðlauna á örmyndahátíðinni Örvarpið.

Myndin Kjöt eftir Heimi Gest Valdimarsson var valin örmynd ársins 2013 í samkeppni um Örvarpann, verðlaun fyrir örmynd ársins. Úrslitin voru kynnt á hátíð í Bíó Paradís á laugardagskvöld. Einar Baldvin Arason hlaut áhorfendaverðlaun fyrir örmyndina Echos- Who Knew.

Þá var myndin Breathe eftir Erlend Sveinsson kynnt sem sérstakt val dómnefndar.

Alls voru 23 myndir sýndar í Bíó paradís í gær, þrettán myndir sem voru valdar á hátíðina þegar í haust og tíu myndir sem vöktu sérstaka athygli örvarpsins. Ragnar Bragason hélt ræðu og lagði áherslu á það við viðstadda að þeir væru þeir sjálfir og ynnu að sköpun sinn, það myndi skila sér á endanum.

Hér má horfa á KJÖT og hér á Breathe

Sjá nánar hér: KJÖT valin örmynd ársins | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR