Óskarsverðlaunin 2014: Framtíðarskáldskapur og fortíðaruppgjör

Jóaquin Phoenix verður ástfanginn af stýrkierfinu sínu Samönthu (Scarlett Johansson) í Her eftir Spike Jonze.
Jóaquin Phoenix verður ástfanginn af stýrkierfinu sínu Samönthu (Scarlett Johansson) í Her eftir Spike Jonze.

Óskarsverðlaunin verða veitt í kvöld. Ásgeir Ingólfsson fer yfir þær myndir sem til greina koma í pistli á vefsíðunni Starafugl.

Ásgeir segir m.a.:

„Nebraska, Her, The Wolf of Wall Street, Dallas Buyers Club, Captain Phillips, Philomena, 12 Years a Slave, American Hustle og Gravity munu keppa um 86. óskarsverðlaunin í kvöld – en í raun og veru eiga samt bara þessar þrjár síðastnefndu alvöru séns á að vinna verðlaunin sem besta mynd. Og ef uppáhaldsmyndin mín vinnur skal ég éta hatt ritstjórans.

En hvernig er best að nálgast þessi blessuðu óskarsverðlaun (eða verðlaun yfir höfuð)? Með góðum drykkjuleikjum, hatrömmum veðbönkum um sigurvegara eða eitruðu dissi um smekkleysi Hollywood? Ég get mælt með öllu þessu – en svo má líka alveg gangast við því að verðlaunin eru ágætis spegill á hvað sæmilega frjálslyndir en þó íhaldssamir Vesturlandabúar eru tilbúnir til að setja á dagskrá þetta árið – hvað þeir tengja við, hvað þeir vilja gera upp, hvað þeim finnst mikilvægt. Og kannski eru „þeir“ við – aðeins eldri og amerískari vissulega, en svona í öllum aðalatriðum eru þetta líka myndirnar sem fá bestu dómana í íslenskum fjölmiðlum á ári hverju. Bestu myndirnar sem vantar eru svo ýmist of langt á undan samtímanum, of útlenskar eða of ungæðislegar fyrir aldraða meðlimi akademíunnar.“

Sjá alla greinina hér: Óskarsverðlaunin 2014: Framtíðarskáldskapur og fortíðaruppgjör | Starafugl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR