Friðrik Þór kjörinn formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra

Friðrik Þór Friðriksson, hér eldhress á síðustu Edduhátíð, var kjörinn formaður SKL.

Friðrik Þór Friðriksson, hér eldhress á síðustu Edduhátíð, var kjörinn formaður SKL.

Á aðalfundi Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) sem fram fór s.l. föstudagskvöld var Friðrik Þór Friðriksson kjörinn formaður samtakanna. Ragnar Bragason, sem verið hefur formaður síðastliðin fjögur ár, fór úr stjórn og í stað hans kom Ísold Uggadóttir. Að öðru leyti er stjórn óbreytt frá því sem var. Hana skipa því auk Friðriks og Ísoldar, Óskar Jónasson, Hilmar Oddsson og Silja Hauksdóttir.

Athugasemdir

álit

Tengt efni