HeimEfnisorðFriðrik Þór Friðriksson

Friðrik Þór Friðriksson

Friðrik Þór formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Moskvu

Friðrik Þór Friðriksson mun fara fyrir dómnefnd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Vísir segir frá.

Friðrik Þór heiðraður á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Norrænir kvikmyndadagar í Lübeck fara fram í 64. sinn dagana 2.-6. nóvember. Hátíðin mun sýna fjölda mynda Friðriks Þórs Friðrikssonar í ár og veita honum sérstök heiðursverðlaun.

Börkur Gunnarsson tekur við af Friðrik Þór sem rektor Kvikmyndaskólans

Börkur Gunnarsson leikstjóri og handritshöfundur hefur verið settur rektor Kvikmyndaskóla Íslands frá 1. september til áramóta. Friðrik Þór Friðriksson sem verið hefur rektor Kvikmyndaskóla Íslands síðastliðin fimm ár mun láta af störfum 1. september næstkomandi.

Ákvörðun um kvikmyndanám til LHÍ „vanhugsuð“, segir Friðrik Þór

„Þetta er fyrst og fremst sorglegt,“ segir Friðrik Þór Friðriksson rektor Kvikmyndaskóla Íslands í viðtali við RÚV um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela Listaháskólanum að annast kennslu kvikmyndanáms á háskólastigi.

Víðsjá um MEÐ SIGG Á SÁLINNI: Bíómyndirnar týnast innan um grobbsögur

"Með sigg á sálinni er skemmtileg aflestrar en er fjarri því sá minnisvarði um feril og lífshlaup Friðriks Þórs Friðrikssonar sem leikstjórinn verðskuldar," segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár meðal annars í umsögn sinni um bókina.

„Drepum skáldið“ fær 25 milljónir frá Norræna sjóðnum

Ný bíómynd Friðriks Þórs, Drepum skáldið (Kill the Poet) hefur fengið um 25 milljóna króna styrk (1,8 milljón norskra) frá Norræna- kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.

Friðrik Þór gerir mynd um forboðið samband Steins Steinarrs og Louisu Matthíasdóttur

Friðrik Þór Friðriksson stefnir á tökur á nýrri mynd sinni Drepum skáldið (Kill the Poet) á haustmánuðum. Myndin fjallar um forboðið samband skáldsins Steins Steinarrs og málarans Louisu Matthíasdóttur á fimmta áratug síðustu aldar.

Sænskur leikstjóri gerir mynd á íslensku

Tökur standa nú yfir hér á landi á mynd sænska leikstjórans Maximilian Hult, Pity the Lovers. Leikarar eru íslenskir og myndin á íslensku. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström hjá sænska framleiðslufyrirtækinu Little Big Productions í samvinnu við Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur og Friðrik Þór Friðriksson hjá Hughrif. Sömu aðilar gerðu hér kvikmyndina Hemma fyrir nokkrum árum.

Heimildamyndirnar „Rúnturinn I“ og „Baskavígin“ í sýningum í Bíó Paradís

Heimildamyndirnar Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson og Baskavígin eftir Aitor Aspe eru nú í sýningum í Bíó Paradís. Sýningar á fyrrnefndu myndinni hófust 24. nóvember en þeirri fyrrnefndu þann 17. nóvember.

„Mr. Skallagrímsson“ er málið

Fjölmiðlar, þar á meðal Klapptré, hafa sagt frá fyrirætlunum Benedikts Erlingssonar og Dags Kára um kvikmyndun Egils sögu. Í ljós hefur komið að um er að ræða kvikmynd fyrir sjónvarp sem byggð verður á einleik Benedikts, Mr. Skallagrímsson.

Friðrik Þór: Breyta þarf vali mynda á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum

Screen International fjallar um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) á vef sínum og ræðir þær breytingar sem orðið hafa á þeim, auk þess að velta upp spurningum um frekari breytingar. Miðillinn ræðir meðal annars við Friðrik Þór Friðriksson sem er gagnrýninn á kosningafyrirkomulagið og framleiðandann Mike Downey sem jafnframt er varaformaður Evrópsku kvikmyndaakademíunnar.

Friðrik Þór filmar „Svartfugl“

Friðrik Þór Friðriksson segir sitt næsta verkefni verða byggt á hinni kunnu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem aftur byggir á sönnum atburðum frá upphafi 19. aldar; morðunum á Sjöundá og eftirmála þeirra.

„Sjóndeildarhringur“ fær fjórar stjörnur í Toronto

Kvikmyndaspekúlantinn og framleiðandinn Greg Klymkiw skrifar lofsamlega um heimildamynd Bergs Bernburg og Friðriks Þórs, Sjóndeildarhring, sem nú er til sýnis á Toronto hátíðinni. Myndin er einnig í sýningum í Bíó Paradís.

Stikla „Sjóndeildarhrings“ er hér

Stikla og plakat heimildamyndarinnar Sjóndeildarhrings eða Horizon eftir Berg Bernburg og Friðrik Þór Friðriksson hafa verið opinberuð. Myndin verður frumsýnd á Toronto hátíðinni í september.

Um kynjakvóta og risaeðlur feðraveldisins

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi vill skoða kynjakvóta varðandi styrki til kvikmyndagerðar en Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL segir það fáránlegt. Fjörlegar umræður skapast um málið á Fésbók.

True North kynnir Sturlungu verkefni á AFM

True North, sem nú hefur stofnað framleiðsludeild undir stjórn Kristins Þórðarsonar, kynnir verkefni á yfirstandandi American Film Market sem byggt er á Sturlungasögu. Screen Daily segir frá. Þar kemur fram verkið sé annaðhvort hugsað sem bíómyndarþríleikur eða sjónvarpsþáttaröð. Vinnuheitið er Sturlungar: The Viking Clan.

Auglýst eftir efndum og endurnýjun á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu

Hilmar Sigurðsson formaður SÍK og Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL auglýsa eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu.

Music Box dreifir „Hross í oss“ í Bandaríkjunum

Bandaríska dreifingarfyrirtækið Music Box mun dreifa kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss á bandarískum markaði. Þetta kemur fram í Variety, en gengið var frá samningum í Cannes.

IndieWire fjallar um „Hross í oss“, Friðrik Þór segist ekki þola samtöl í kvikmyndum

IndieWire fjallar bæði um myndina sjálfa og lýsir einni sýningunni en þar sátu leikstjórinn Benedikt Erlingsson og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson fyrir svörum ásamt Roman Estrada sem leikur í myndinni.

Friðrik Þór kjörinn formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra

Á aðalfundi Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) sem fram fór s.l. föstudagskvöld var Friðrik Þór Friðriksson kjörinn formaður samtakanna. Ragnar Bragason, sem verið hefur formaður síðastliðin fjögur ár, fór úr stjórn og í stað hans kom Ísold Uggadóttir. Að öðru leyti er stjórn óbreytt frá því sem var. Hana skipa því auk Friðriks og Ísoldar, Óskar Jónasson, Hilmar Oddsson og Silja Hauksdóttir.

Borgarastríð og framtíð íslenskra kvikmynda

"Hægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja," segir Ari Gunnar Þorsteinsson í nýjasta hefti Kjarnans þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.

Deilt um styrki til kvikmyndahátíða

Sú ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar að styrkja Heimili kvikmyndanna ses til að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en ekki RIFF eins og undanfarin tíu ár, er umdeild.

Otto Sander látinn

Þýski leikarinn Otto Sander, sem m.a. lék í Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar er látinn. Sander var m.a. kunnur fyrir leik sinn í myndum Wim...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR