spot_img

Friðrik Þór heiðraður á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Norrænir kvikmyndadagar í Lübeck fara fram í 64. sinn dagana 2.-6. nóvember. Hátíðin mun sýna fjölda mynda Friðriks Þórs Friðrikssonar í ár og veita honum sérstök heiðursverðlaun.

„Friðrik hefur framar flestum sett svip sinn á íslenska kvikmyndagerð. Næstum allar myndir hans hafa verið sýndar á Norrænum kvikmyndadögum og í gegnum tíðina hefur hann unnið til þrennra verðlauna í ýmsum flokkum hátíðarinnar. Við erum stolt og ánægð að bjóða hann velkominn aftur til Lübeck og veita honum heiðursverðlaun,“ segir Thomas Hailer, listrænn stjórnandi Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck.

Sýndar verða fimm mynda Friðriks, Börn náttúrunnar (1992), Bíódagar (1994), Cold Fever (1995), Englar alheimsins (2000) og Mamma Gógó (2010).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR