Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z er nú í tökum og verður sýnd á Stöð 2. Glassriver framleiðir. Auk Baldvins skrifa Ragnar Jónasson, Andri Óttarsson og Aldís Amah Hamilton handrit, en sú síðastnefnda fer einnig með aðalhlutverk.
Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og Baldvin Z leikstýrir. Menningin á RÚV fjallaði um þættina.
Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið hefur verið lengi í bígerð en Klapptré sagði fyrst frá slíkum fyrirætlunum 2014.
Breska sölufyrirtækið All3Media mun selja glæpaseríuna Svörtu sandar á heimsvísu, en verkefnið er kynnt á yfirstandandi Gautaborgarhátíð. Baldvin Z leikstýrir þáttunum fyrir Glassriver en þeir verða sýndir á Stöð 2. Ragnar Jónsson og Aldís Hamilton skrifa þættina en Aldís mun einnig fara með aðalhlutverk. Aðrir sem fram koma í þáttunum eru meðal annars Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Tökur hefjast á næsta ári.
Baldvin Z leikstjóri og Lilja Ósk Snorradóttir framkvæmdastjóri Pegasus, ræða við Björn Berg, deildarstjóra Greiningar Íslandsbanka um framleiðslu sjónvarpsefnis og kvikmynda hér á landi...
Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Þetta kemur fram á Vísi og í Fréttablaðinu.
Fyrirhuguðum tökum á þáttaröðinni The Trip, í leikstjórn Baldvins Z, hefur verið frestað um óákveðinn tíma, en þær áttu að hefjast í febrúar og hefur stór hópur unnið að undirbúningi verkefnisins.
Alissa Simon, gagnrýnandi Variety, skrifar um Lof mér að falla sem nú er sýnd á Busan hátíðinni í S-Kóreu. Hún segir myndina standa uppúr öðrum nýlegum myndum sem fjalli um heim fíkla.
Baldvin Z. heimsótti kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands nýverið og spjallaði um Lof mér að falla fyrir fullum sal áhugafólks um kvikmyndagerð. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ritaði stytta og ritstýrða útgáfu af því sem bar á góma í umræðunum.
Stephen Dalton hjá The Hollywwod Reporter skrifar um Lof mér að falla Baldvins Z frá Toronto hátíðinni sem er nýlokið. Hann segir myndina grípandi og hjartnæma frásögn um kunnuglegt efni, sem geri bæði angist og alsælu vímuefnamisnotkunar góð skil, þökk sé góðum leikarahópi, flottri myndatöku og handriti.