Heim Fréttir Þegar Reynir sterki bað konu sína að hinkra eftir Baldvin Z á...

Þegar Reynir sterki bað konu sína að hinkra eftir Baldvin Z á miðilsfundi

-

Baldvin Z (Mynd: Vilhelm Gunnarsson).

Baldvin Z leggur nú lokahönd á heimildamynd sína um Reyni Örn Leósson – Reyni sterka. Morgunblaðið fjallar um myndina og ræðir við Baldvin.

Í frétt mbl.is segir:

„Án þess að segja of mikið þá lét hann vita af sér. Nú er ég skeptísk­ur maður að eðlis­fari en það eru eigi að síður áhöld um það hvor okk­ar hafi stýrt þess­ari mynd, Reyn­ir eða ég. Við fund­um vel fyr­ir Reyni við gerð mynd­ar­inn­ar og það kem­ur glöggt fram í henni. Hlut­ir eiga sér stað.“

Þetta seg­ir kvik­mynda­gerðarmaður­inn Bald­vin Z en hann er nú að leggja loka­hönd á heim­ild­ar­mynd um goðsögn­ina Reyni sterka sem frum­sýnd verður í haust.

Þegar Bald­vin nefndi hug­mynd­ina fyrst við seinni eig­in­konu Reyn­is, Erlu Sveins­dótt­ur, um alda­mót­in hafði hann ekki lokið námi og í ljósi þess að fleiri bönkuðu á dyrn­ar bjóst hann við því að hún myndi af­henda öðrum mynd­efnið. „Þá fór hún á miðils­fund þar sem Reyn­ir kom fram og sagði henni að bíða eft­ir unga drengn­um.“ Og það gerði hún.

Reyn­ir Örn Leós­son var fædd­ur árið 1939 og lést langt fyr­ir ald­ur fram árið 1982 úr lungnakrabba. Snemma tók að bera á óvenju­leg­um kröft­um hans og Reyn­ir ferðaðist upp frá því víða og sýndi aflraun­ir. Hann setti þrjú heims­met, sem Heims­meta­bók Guinn­ess viður­kenn­ir og standa enn. Meðal ann­ars braust hann út úr fanga­klefa enda þótt hann væri sett­ur þar inn ræki­lega bund­inn og keflaður. Annað met setti Reyn­ir þegar hann sleit 6,1 tonns þunga keðju í sund­ur og fær Bald­vin aflrauna­menn úr sam­tím­an­um til að freista þess að slá metið í mynd­inni.

Eng­um sög­um fer af út­kom­unni. „Þú verður bara að sjá mynd­ina!“

Bald­vin kveðst segja sögu Reyn­is með per­sónu­leg­um hætti en mark­miðið er að leita svara við því hver maður­inn var og hvað gerði hann svona óvenju­leg­an. Bald­vin ferðaðist meðal ann­ars vítt og breitt um landið ásamt Dísu And­erim­an, sem hjálpaði hon­um að koma þessu verk­efni af stað árið 2009, og tók fjöl­mörg viðtöl við fólk sem þekkti Reyni. „Það eru all­ir sam­mála um að hann hafi verið mjög óvenju­leg mann­eskja og þá erum við ekki bara að tala um kraft­ana. Það var margt annað óvenju­legt við Reyni sterka,“ seg­ir Bald­vin.

Nán­ar er rætt við Bald­vin í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Sjá nánar hér: Sterk nærvera Reynis – mbl.is

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.