Ísold Uggadóttir var valin besti leikstjórinn fyrir mynd sína Andið eðlilega á verðlaunahátíð Chlotrudis Society for Independent Film í Massachussets í Bandaríkjunum um liðna helgi. Halldóra Geirharðsdóttir var einnig valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Kona fer í stríð og Davíð Þór Jónsson fékk einnig verðlaun fyrir tónlist í sömu mynd.
"Taumlaus galsagangur og skemmtileg gróteska," segir Brynhildur Björnsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar um Síðustu veiðiferðina eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson.
Kvikmyndin Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Gyllti hrafninn sem fór fram dagana 9. - 15. mars í Anadyr í Rússlandi.
Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur ákveðið að setja af stað keppni þar sem keppendur fá 48 klukkustundir til að fullklára gamanmynd. Keppnin er öllum opin og hægt er að skrá sig til leiks nú þegar.