BERGMÁL vann til verðlauna í Rússlandi

Kvikmyndin Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Gyllti hrafninn sem fór fram dagana 9. – 15. mars í Anadyr í Rússlandi.

Vigfús Þormar Gunnarsson, leikari og eigandi Doorway Casting sem sá um leikaraval fyrir Bergmál, veitti verðlaununum viðtöku við lokaathöfn hátíðarinnar.

Bergmál hefur verið að ferðast víða á milli kvikmyndahátíða síðan í haust þegar myndin var heimsfrumsýnd í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss. Þar hlaut myndin aðalverðlun dómnefndar unga fólksins. Nokkru síðar fékk Bergmál verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, verðlaun Lúthersku kirkjunnar í Lubeck í þýskalandi og tónskáldið Kjartan Sveinsson hlaut verðlaun fyrir tónlistina í myndinni í Les Arcs í Frakklandi.

Sjá nánar hér: Bergmál vinnur til verðlauna í Rússlandi

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR