Daglegt færslusafn: Jun 8, 2015

Sumardagskrá Bíó Paradísar kynnt, söfnun vegna aðgengis fatlaðra á lokasprettinum

Bíó Paradís hefur kynnt sumardagskrá sína. Lögð verður áhersla á að sýna nýjar og nýlegar íslenskar kvikmyndir með enskum texta auk úrvals nýrra athyglisverðra kvikmynda. Einnig verður boðið uppá úrval vinsælustu mynda vetrarins. Þá er söfnun sem bíóið stendur fyrir á Karolina Fund vegna aðgengis fólks í hjólastólum á lokasprettinum en betur má ef duga skal.

Besta bíórýni allra tíma?

Látum það liggja milli hluta en eftirfarandi bíórýni Gísla Einarssonar, sem skrifaði fyrir DV á tíunda áratugnum, um Chuck Norris myndina Braddock: Missing in Action III er húrrandi fyndin.