Jóna Gréta Hilmarsdóttir fjallar um þáttaröðina Vigdísi í Morgunblaðinu. Hún segir Vesturport eiga mikið hrós skilið fyrir að miðla sögu Vigdísar, en of miklu sé reynt að koma fyrir á stuttum tíma, sem geri það að verkum að ekki sé alltaf hægt að fara í dýptina.