spot_img

Góð uppskera 2023 en kvikmyndaheimurinn stendur á tímamótum

Það er þessi tími ársins og komið að ársuppgjöri íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransans.

Ég fékk til mín þau Hlín Jóhannesdóttur og Anton Mána Svansson kvikmyndaframleiðendur, sem bæði hafa staðið í framlínunni mörg undanfarin ár. Anton er jafnframt formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda og einnig formaður ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Fyrr á þessu ári tók hann við því starfi af Hlín, sem nú gegnir stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands.

Staðan er snúin og kannski ekki nýjar fréttir. Margt gott er að gerast en um leið þarf að glíma við margar áskoranir. Ég ræddi við þau um uppskeru ársins, breytingarnar á Edduverðlaununum, þrönga stöðu Kvikmyndasjóðs og þau álitamál sem kvikmyndaheimurinn stendur frammi fyrir á næstu misserum. En við byrjuðum á að ræða þær kvikmyndir sem bæði frumsýndu á íslandi fyrr á þessu ári.

Hlustaðu á Podbean:

Hlustaðu á Spotify:

Hlustaðu á Apple Podcasts:

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR