Gervigreindartæknin (AI) er komin fram á sjónarsviðið með fítonskrafti og væntanlega ekki fréttir fyrir flesta lesendur Klapptrés. Spurningar um hvað eigi að gera við þessa tækni og hvernig skuli nota hana eru framarlega í hugum margra í kvikmyndabransanum á heimsvísu.
Stuttmyndasamkeppnin Sprettfiskur var meðal dagskrárliða á Stockfish hátíðinni í apríl síðastliðnum. Þar voru sýnd 20 verk af ýmsu tagi, leiknar stuttmyndir, tilraunaverk, stuttar heimildamyndir og tónlistarmyndbönd.
Sigurður Sverrir Pálsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Eddunni 2024 fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar. Í þessari klippu ræðir Ásgrímur Sverrisson við flesta þá leikstjóra sem hann hefur unnið með á ferlinum og einnig Sigurð Sverri sjálfan.
Í ár er von á allt að ellefu leiknum þáttaröðum í sjónvarp, en það er töluvert meira en nokkru sinni fyrr. Sjónvarp Símans framleiðir sex þessara þáttaraða eða rúman helming.
Það er þessi tími ársins og komið að ársuppgjöri íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransans. Framleiðendurnir Anton Máni Svansson og Hlín Jóhannesdóttir fara yfir málin.