Þorsteinn Jónsson og Vordagar í Prag

Þorsteinn Jónsson er einn okkar kunnustu kvikmyndaleikstjóra og hefur sent frá sér um þrjátíu kvikmyndaverk á tæplega sextíu ára ferli, bíómyndir, sjónvarpsmyndir og fjölda heimildamynda.

Í nýrri bók sinni, Vordagar í Prag, leggur hann út af námsárum sínum í hinum kunna kvikmyndaskóla FAMU á árunum 1968 til 1972.

Þorsteinn kemur til Prag um það bil mánuði áður en Rússar ráðast inn í Tékkóslóvakíu síðsumars 1968 og verður vitni að þeim heimssögulegu atburðum.

En Þorsteinn er kominn til Prag í þeim tilgangi að nema kvikmyndalist, ekki síst vegna þeirrar frjóu gerjunar sem staðið hafði í tékkneskri kvikmyndagerð á árunum á undan og vakið mikla athygli umheimsins.

Þetta er ekki hefbundin endurminningabók, heldur vefur Þorsteinn eigin reynslu og fólkinu sem hann kynntist, saman við skáldskap. Úr verður frásögn af ungum manni sem lendir strax í hringiðu heimsviðburða og kynnist síðan snarrugluðu stjórnkerfi, þrautseigum Tékkum og síðast en ekki síst, ástinni.

Ég ræddi við Þorstein um bókina, tímann í Prag, tékkneska kvikmyndavorið, hina leyndardómsfullu Veru og hvernig á að segja sögur.

Takk Bíó Paradís fyrir að lána húsnæði undir upptökur.

Þorsteinn Jónsson á flestar ljósmyndirnar sem birtast í klippunni. Þær eru teknar á árunum 1968-1972.

Sýnd eru brot úr eftirtöldum kvikmyndum tékknesku nýbylgjunnar, sem reis hæst á sjöunda áratug síðustu aldar:

Daisies (Vera Chytilova)
Black Peter (Milos Forman)
Loves of a Blonde (Milos Forman)
Intimate Lightning (Ivan Passer)

 

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR