spot_img

Heather Millard fær viðurkenningu framleiðanda á Les Arcs hátíðinni

Heather Millard, framleiðandi íslensks kvikmyndaverkefnis í þróun, hlaut Producers Network-viðurkenninguna á samframleiðslumarkaði evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi, sem fram fór 16.-19. desember.

Viðurkenninguna hlýtur hún fyrir verkefnið Kúluskít, kvikmynd eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur. Myndin segir frá umhverfissinnaðri tónlistarkonu sem leggur allt í sölurnar til að forða plöntutegundinni kúluskít frá útrýmingarhættu. En til að takast ætlunarverkið neyðist hún til að græða sárin sem gerðu hana aftengda öðru fólki.

Heather sagði frá verkefninu í nýlegu viðtali við Nordisk Film & TV Fond. Kúluskít svipar til fyrri kvikmyndar Álfrúnar, Band, að því leyti að hún einkennist af töfrum skotnu raunsæi, segir hún. „Verkefnið er dramatískt en bráðfyndið, um leið er það einkennilega sannur skáldskapur.“

Viðurkenningin veitir verkefninu aðgöngu að markaði kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Marché du film 2024.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR