Anton Sigurðsson ræðir við Morgunblaðið um mynd sína Grimmd, sem var frumsýnd á dögunum. Hann segist hafa unnið að myndinni síðastliðin fimm ár og að handritið sé innblásið af þremur mjög ólíkum sögum sem tengjast.
"Andrúmsloftið er ágætt og leikararnir hafa miklu við að bæta en persónusköpunin er flöt, handritið gloppótt og samtölin svo stíf að heildin gliðnar í sundur," segir Tómas Valgeirsson um Grimmd Antons Sigurðssonar í Fréttablaðinu.
Ellý Ármanns skrifar á Fréttanetið um Grimmd Antons Sigurðssonar. Hún gefur henni fjóra og hálfa stjörnu og segir hana vandaða og metnaðarfulla mynd sem eigi eftir að slá í gegn.
Heimildamyndin Can't Walk Away, um Herbert Guðmundsson tónlistarmann, er nú í sýningum í Sambíóunum Egilshöll. Höfundar myndarinnar eru Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson.