Margrét Örnólfsdóttir er einn handritshöfunda þáttaraðarinnar Fanga sem frumsýnd verður á RÚV 1. janúar. Fréttatíminn ræðir við hana um vinsældir og möguleika leikins íslensks sjónvarpsefnis á heimsvísu, hvernig það er að vera kona í karllægum kvikmyndageiranum og um staðalmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum sem hún, ásamt fleirum, vinnur að því að breyta.
Hér eru 20 mest lesnu fréttirnar, 10 mest lesnu greinarnar, 10 mest lesnu umsagnirnar og 10 mest lesnu viðtölin á Klapptré 2016. Takk fyrir lesturinn kæru lesendur og gleðilegt ár!
Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, birtist hér samantekt Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings um gerð kvikmyndarinnar Sögu Borgarættarinnar sumarið 1919. Þetta var fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem tekin var upp hér á landi.
Menningin á RÚV ræddi við Ragnar Bragason, Unni Ösp Stefánsdóttur og Nínu Dögg Filippusdóttir, helstu aðstandendur þáttaraðarinnar Fanga, sem hefst á nýársdag á RÚV.
Franska sendiráðið og Alliance francaise í Reykjavík, í samstarfi við Reykjavíkurborg, Senu, Háskólabíó, Zik Zak Filmworks, AGAT films og Kvikmyndamiðstöð Íslands, standa fyrir stuttmyndasamkeppni í nafni leikstjórans Sólveigar Anspach.
Eggert Ketilsson leikmyndahönnuður og brellumeistari gerir leikmynd stórmyndarinnar Dunkirk sem Christopher Nolan leikstýrir og frumsýnd verður á næsta ári. Fyrsta stikla myndarinnar var nýlega opinberuð.
Björn Hlynur Haraldsson vinnur þessa dagana að handriti prufuþáttar (pilot) sem byggður er á bíómynd hans Blóðbergi. Tökur á prufuþættinum munu fara fram næsta sumar. Thruline Entertainment í Los Angeles heldur utan um verkefnið fyrir Showtime.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi, hlýtur heiðursverðlaun WIFT, Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli WIFT á Íslandi en samtökin munu einnig veita hvatningarverðlaun sem verða veitt fyrir lok þessa árs.
Baldur Einarsson og Blær Hinriksson, sem fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini Guðmundar Arnars Guðmundssonar, voru valdir bestu leikararnir á kvikmyndahátíðinni í Marrakech í Marokkó sem lauk um helgina.
Ung íslensk kvikmyndagerðarkona, Ugla Hauksdóttir, hlaut nú í vikunni verðlaun bandarísku leikstjórasamtakanna, The Directors Guild of America, sem besti kvenleikstjórinn í hópi leikstjórnarnema fyrir How Far She Went, útskriftarverkefni sitt frá kvikmyndadeild Columbia háskóla í New York.
Variety ræðir við Guðmund Arnar Guðmundsson leikstjóra og handritshöfund Hjartasteins, sem blaðið kallar ferska sýn á þroskasögubálkinn (coming-of-age). Variety lýsir því jafnframt yfir að með Guðmundi hafi nýr fulltrúi bæst í hóp næstu kynslóðar íslenskra kvikmyndagerðarmanna.
Snorri Páll skrifar á Starafugl um heimildamyndina Rúntinn 1 eftir Steingrím Dúa Másson og segir hana standa fyllilega í lappirnar ein og sér - sjálfsörugga og keika.
Í tengslum við nýframlagt fjárlagafrumvarp bendir Hilmar Sigurðsson kvikmyndaframleiðandi á að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar hafi hækkað miklu minna á undanförnum árum en framlög til annarra samkeppnissjóða sem og menningarstofnana á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Hann áréttar einnig að mikið vanti uppá að markmiðum samkomulagsins milli stjórnvalda og bransans frá 2006 hafi verið náð.
Í fjárlagafrumvarpinu 2017 sem lagt var fram í dag er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 77,8 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs. Þar af hækka kvikmyndasjóðir um 70 milljónir (sem er í samræmi við nýgert samkomulag) og rekstrarhlutinn um 7,8 milljónir.