Stuttmyndasamkeppni kvenna í minningu Sólveigar Anspach

Sólveig Anspach.

Franska sendiráðið og Alliance francaise í Reykjavík, í samstarfi við Reykjavíkurborg, Senu, Háskólabíó, Zik Zak Filmworks, AGAT films og Kvikmyndamiðstöð Íslands, standa fyrir stuttmyndasamkeppni í nafni leikstjórans Sólveigar Anspach.

Stuttmyndasamkeppnin er ætluð kvenkyns leikstjórum, íslenskum eða búsettum á Íslandi, frönskum eða búsettum í frönskumælandi landi.

Frestur til að senda inn efni er til og með 31. desember 2016. Engin takmörk eru á fjölda þátttakanda og engin þátttökugjöld. Í byrjun janúar fer fram forval á þeim myndum sem komast í úrslit.

Skilyrði fyrir þátttöku:

  • að stuttmyndinni sé leikstýrt af kvenkyns leikstjóra, með ríkisfang eða búsetu í frönskumælandi landi / íslensk eða búsett á Íslandi ;
  • að myndin sé fyrsta, annað eða þriðja verk leikstjórans ;
  • snið DCP eða DVD ;
  • linkur á myndina á Netinu eða DVD sendist ásamt umsókn á netfangið : sashortfilms@af.is eða til Alliance Française, Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík, Ísland (DVD ekki endursendir) ;
  • öll þemu leyfð
  • hámarkstími myndar eru 15 mínútur ;
  • lokið hafi verið við gerð myndarinnar eftir 1.janúar 2015 ;
  • að myndin sé á frönsku eða íslensku ;
  • að myndin sé textuð á ensku.

Nálgast má reglur keppninnar hér

Hægt er að niðurhala skráningarblaði hér (lokað verður fyrir skráningar þann 31.desember 2016).

Sólveig Anspach er fædd og uppalin á Íslandi en starfaði lengi við kvikmyndagerð í Frakklandi. Haustið 2015 lést hún fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein. Með stuttmyndasamkeppninni eru minning Sólveigar og hugsjónir heiðraðar, því henni var annt um að konur létu meira til sín taka í kvikmyndum. Myndir Sólveigar eru léttar og leikandi og lýsa svo mörgum atvikum sem lífga upp á daglegt líf okkar.

Úrslit í keppninni og afhending verðlauna fer fram í Háskólabíói 2. febrúar 2017 en verkefnið er hluti af frönsku kvikmyndahátíðinni.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR