Hasargrínmyndin Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson verður frumsýnd í Senubíóunum þann 23. febrúar næstkomandi. Með helstu hlutverk fara kunnar samtímastjörnur; Hjálmar Örn Jóhannsson, Nökkvi Fjalar Orrason, Aron Már Ólafsson og Egill Ploder auk Ladda og Hilmis Snæs Guðnasonar. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð.
Hugrás birtir viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar við Þórhildi Þorleifsdóttur um Stellu í orlofi, samstarfið við leikarana og hvernig það var að stíga út úr leikhúsinu og inn í kvikmyndaheima.
Stuttmyndin Cut eftir Evu Sigurðardóttur, sem frumsýnd var á síðasta ári, hlaut á dögunum aðalverðlaun stuttmyndahátíðarinnar Excuse My French í París. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Ísold Uggadóttir er í viðtali við vefsíðuna Women and Hollywood þar sem hún ræðir um mynd sína Andið eðlilega, sem frumsýnd er á Sundance hátíðinni í dag.
Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hlaut aðalverðlaun Angers Premiers Plans hátíðarinnar í Frakklandi sem leggur áherslu á fyrstu verk leikstjóra. Þá hlaut stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur nemendaverðlaun hátíðarinnar, en myndin er útskriftarverkefni hennar frá Danska kvikmyndaskólanum.