„Vetrarbræður“ og „Atelier“ verðlaunaðar á Angers hátíðinni

Úr Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur.

Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hlaut aðalverðlaun Angers Premiers Plans hátíðarinnar í Frakklandi sem leggur áherslu á fyrstu verk leikstjóra. Þá hlaut stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur nemendaverðlaun hátíðarinnar, en myndin er útskriftarverkefni hennar frá Danska kvikmyndaskólanum.

Angers hátíðin er íslenskum kvikmyndagerðarmönnum að góðu kunn. Nói albínói eftir Dag Kára var frumsýnd þar 2004, um svipað leyti og í Rotterdam þar sem hún vann sín fyrstu verðlaun. Áður hafði Dagur Kári hlotið nemendaverðlaun á hátíðinni fyrir útskriftarmynd sína, Lost Weekend. Þá hlaut Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar þrenn verðlaun í Angers fyrir ári og ýmsar aðrar myndir íslenskra leikstjóra hafa verið sýndar þar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR