„Hjartasteinn“ fær þrenn verðlaun í Frakklandi

Guðmund­ur Arn­ar Guðmunds­son ásamt Lambert Wil­son. Mynd: ©Sandrine Jous­seaume / Premiers Plans 2017)

Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í Angers í Frakklandi sl. sunnudag, en hátíðin var haldin í 28. sinn. Myndin hlaut aðalverðlaunin, áhorfendaverðlaunin og verðlaun ungu dómnefndarinnar.

Morgunblaðið skýrir frá og bætir við:

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ant­oni Mána Svans­syni, fram­leiðanda mynd­ar­inn­ar, var um að ræða frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar í Frakklandi. „Þetta er ein­stak­lega góð byrj­un fyr­ir franska dreif­ing­araðila mynd­ar­inn­ar þar sem mynd­in vann ekki ein­göngu heiður­inn af þrem­ur stærstu verðlaun­un­um held­ur hlaut einnig 70.000 evr­ur virði af stuðning fyr­ir markaðssetn­ingu og kynn­ingu mynd­ar­inn­ar í Frakklandi,“ seg­ir Ant­on Máni. Við byrj­un árs var hún frum­sýnd í Banda­ríkj­un­um á kvik­mynda­hátíðinni í Palm Springs. Hún fer fljót­lega í al­menn­ar sýn­ing­ar þar í landi sem og Nor­egi, Svíþjóð og Frakklandi. „Alþjóðleg­ur söluaðili mynd­ar­inn­ar, Films Bout­ique, mun hafa markaðssýn­ingu á mynd­inni næst á kvik­mynda­hátíðinni í Berlín í fe­brú­ar,“ seg­ir Ant­on Máni og tek­ur fram að von­andi verði í fram­hald­inu hægt að ganga frá fleiri samn­ing­um þar.

Sjá nánar hér: Hjartasteinn fær þrenn verðlaun í Frakklandi

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR