Daglegt færslusafn: Mar 9, 2015

Sex myndir á Þýskum dögum í Bíó Paradís frá 12. mars

Ekkert lát er þessa dagana á hverskyns kvikmyndaviðburðum. Á fimmtudag hefjast hinir árlegu Þýsku kvikmyndadagar í Bíó Paradís í samvinnu við Goethe Institut Danmörku og Þýska sendiráðið á Íslandi. Sýndar verða sex nýjar og spennandi myndir.

„Urna“ Ara Alexanders vann Örvarpann

Örmyndahátíð Örvarpsins, í samstarfi við Rúv, Nýherja og Bíó Paradís, fór fram laugardaginn 7. mars n.k. í Bíó Paradís. Sýndar voru tólf myndir sem valdar voru úr hópi þeirra sem sýndar hafa verið í Örvarpinu, stuttmyndahátíð á vef RÚV.

Minning | Albert Maysles 1926-2015

Albert Maysles, hinn heimskunni höfundur (ásamt bróður sínum David) heimildamynda á borð við Gimme Shelter, Grey Gardens og Salesman, er látinn 88 ára að aldri. Maysles kom til Íslands 2008 sem heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar.