spot_img

“Urna” Ara Alexanders vann Örvarpann

Rammi úr Urna eftir Ara Alexander.
Rammi úr Urna eftir Ara Alexander.

Örmyndahátíð Örvarpsins, í samstarfi við Rúv, Nýherja og Bíó Paradís, fór fram laugardaginn 7. mars n.k. í Bíó Paradís. Sýndar voru tólf myndir sem valdar voru úr hópi þeirra sem sýndar hafa verið í Örvarpinu, stuttmyndahátíð á vef RÚV.

Úrslit eru nú ljós úr Örvarpinu, og eru sem hér segir:

Örvarpinn 2015: Urna – Ari Alexander Ergis Magnússon
Sérstök tilnefning dómnefndar: Tarantúlur, Úlfur Úlfur – Magnús Leifsson
Áhorfendaverðlaun: Blik – Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir
Verðlaunamynd örmyndanámskeiðs Nýherja: Hversu pikkí getur maður verið – Gunnar Jónatansson

Dómnefnd skipuðu Davíð Óskar Ólafsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Margrét Elísabet Ólafsdóttir.

Verðlaun voru í boði Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi:

Örvarpinn 2015 = Canon EOS 70D body
Áhorfendaverðlaun = Canon LEGRIA Mini X
Sérstök tilnefning = Canon PowerShot SX610 HS
Námskeiðsverðlaun = Canon PowerShot SX610 HS

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.

Ungir sem aldnir, lærðir sem ólærðir og hvers konar listamenn geta sent inn örmynd á hátíðina en valnefnd velur þar vikulega eina mynd til birtngar á vefnum www.ruv.is/orvarpid.

Allir geta tekið þátt og hvatt er til að gera tilraunir með örmyndaformið, hvort sem eru tilraunakenndar stuttmyndir, vídeólist, hreyfimyndir, stutt-heimildarmyndir, tölvuteiknimyndir eða eitthvað allt annað – allt er leyfilegt.

Þriðja tímabil hefst á ruv.is/orvarpid í haust, en tilkynnt verður á heimasíðu og facebook þegar opnað er aftur fyrir umsóknir.

Samtals hafa borist Örvarpinu um 150 örmyndir frá því að Örvarpið hóf starfsemi sína á Rúv haustið 2013, og með nokkuð jöfnu hlutfalli kvenna og karla sem leikstjóra og/eða höfunda. Í dag styrkir Kvikmyndasjóður Íslands hátíðina ásamt fyrrgreindum samstarfsaðilum.

Hér má sjá stiklu þar sem brot úr myndunum koma fyrir:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR