HeimEfnisorðAri Alexander Ergis Magnússon

Ari Alexander Ergis Magnússon

Cineuropa um „Undir halastjörnu“: Fórnin á Mikjálsmessu

"Áhorfendum er talið trú um að þeir séu um það bil að horfa á enn eina Nordic Noir myndina, en smám saman færist leikurinn yfir á svið hins líkamlega hryllings," segir Tristan Priimägi hjá Cineuropa um Undir halastjörnu Ara Alexanders.

Morgunblaðið um „Undir halastjörnu“: Harmleikur úr samtímanum

Brynja Hjálmsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Undir halastjörnu eftir Ara Alexander og segir hana fagmannlega unna en hefði mátt við meiri spennu. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fimm.

Lestin á Rás 1 um „Undir halastjörnu“: Helst ekki á floti

"Myndin fer vel af stað en líður fyrir veikt handrit og slaka persónusköpun", segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Undir halastjörnu Ara Alexanders.

„Undir halastjörnu“ frumsýnd

Sýningar á kvikmyndinni Undir halastjörnu (áður Mihkel) eftir Ara Alexander Ergis Magnússon hefjast á morgun 12. október í Senubíóunum.

[Stikla] „Undir halastjörnu“ frumsýnd 12. október

Kvikmyndin Undir halastjörnu (áður Mihkel) eftir Ara Alexander Ergis Magnússon verður frumsýnd 12. október. Stikla myndarinnar hefur litið dagsins ljós og má skoða hér.

Tökum á „Mihkel“ lokið

Tökum var að ljúka í Eistlandi á spennudrama Ara Alexanders Magnússonar, Mihkel. Myndin verður frumsýnd næsta vetur en hún byggir lauslega á einu umtalaðasta sakamáli síðari ára, líkfundarmálinu á Neskaupstað árið 2004.

Morgunblaðið um „Aumingja Ísland“: Ómarkviss hrunsaga

Hjördís Stefánsdóttir skrifar í Morgunblaðið um heimildarmynd Ara Alexanders, Aumingja Ísland. Hún gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu og segir tengingar og úrvinnslu efnisatriða ekki nægilega skarpar og að heildin hefði verið sterkari ef moðað væri úr minna efni.

Tökur á „Mihkel“ hefjast í dag

Tökur á Mihkel, fyrstu bíómynd Ara Alexanders, hefjast í dag. Myndin byggir lauslega á líkfundarmálinu svokallaða frá 2004. Tómas Lemarquis og Atli Rafn Sigurðarson fara með helstu hlutverk.

Heimildamyndin „Aumingja Ísland“ frumsýnd 10. nóvember

Heimildamynd Ara Alexanders Aumingja Ísland, Sturlungaöld um aldir alda verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 10. nóvember. Myndin tekur á því sem gerðist hér í útrás og hruni og fjallar frá víðara sjónarhorni um örlög og sjálfsskilning þjóðarinnar, um vandann við að greina söguna á líðandi stund og um angist kvikmyndagerðarmannsins sem reynir að skilja samfélagið sem hann býr í.

Truenorth undirbýr tvö enskumælandi verkefni

True North vinnur nú að undirbúningi tveggja kvikmynda sem gerðar verða á ensku; annarsvegar The Malaga Prisoner eftir handriti Óskars Jónassonar og Arnaldar Indriðasonar og hinsvegar Keflavik eftir bandaríska leikstjórann Michael G Kehoe.

„Urna“ Ara Alexanders vann Örvarpann

Örmyndahátíð Örvarpsins, í samstarfi við Rúv, Nýherja og Bíó Paradís, fór fram laugardaginn 7. mars n.k. í Bíó Paradís. Sýndar voru tólf myndir sem valdar voru úr hópi þeirra sem sýndar hafa verið í Örvarpinu, stuttmyndahátíð á vef RÚV.

True North kynnir Sturlungu verkefni á AFM

True North, sem nú hefur stofnað framleiðsludeild undir stjórn Kristins Þórðarsonar, kynnir verkefni á yfirstandandi American Film Market sem byggt er á Sturlungasögu. Screen Daily segir frá. Þar kemur fram verkið sé annaðhvort hugsað sem bíómyndarþríleikur eða sjónvarpsþáttaröð. Vinnuheitið er Sturlungar: The Viking Clan.

Myndirnar á Skjaldborg 2014 opinberaðar

Nýjar myndir frá Kára Schram, Ara Alexander, Helga Felixsyni, Jóhanni Sigfússyni, Yrsu Roca Fannberg og mörgum fleirum á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuna, 6.-9. júní.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR