[Stikla] „Undir halastjörnu“ frumsýnd 12. október

Rammi úr Mihkel.

Kvikmyndin Undir halastjörnu (áður Mihkel) eftir Ara Alexander Ergis Magnússon verður frumsýnd 12. október. Stikla myndarinnar hefur litið dagsins ljós og má skoða hér.

Myndin byggir lauslega á einu umtalaðasta sakamáli síðari ára, líkfundarmálinu á Neskaupstað árið 2004. Þann 4. febrúar það ár fór kafari í höfnina á Neskaupstað til að kanna skemmdir á bryggjumannvirkum en fann í staðinn illa leikið lík sem hafði verið þyngt með keðjum og kastað í sjóinn. Lögreglan hóf ýtarlega rannsókn og í ljós kom að líkið væri af 26 ára Litháa kallaður er Mihkel í myndinni. Böndin bárust fljótt að smákrimmanum Bóbó sem var nýkominn til bæjarins frá Reykjavík og tveimur öðrum sem komið höfðu að heimsækja hann. Annar þeirra var Jóhann en hinn Igor, vinur Mihkels frá Litháen sem hafði búið nokkur ár á Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í myndinni er Litháen skipt út fyrir Eistland til að hlífa fólki sem tengist sögunni.

Atli Rafn Sigurðarson, Kaspar Velberg, Tómas Lemarquis og Paaru Oja fara með aðalhlutverk. Ari Alexander leikstýrir og skrifar handrit en þetta er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Friðrik Þór Friðriksson, Kristinn Þórðarson, Leifur B. Dagfinnsson og Ari Alexander framleiða.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR